Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 6

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 42/1987 Austur-Húnavatnssvsla: Safnamál í brenmpunktí í Austur - Húnavatnssýslu fer nú fram nokkur umræða um safnamál innan héraðsins. Stefnt er að almennum fundi til þess að ræða þessi mál í janúar og er hann boðaður af nefnd á vegum Sambands austurhúnvetnskra kvenna. Þar verður kannaður áhugi fyrir að unnið verði sameigin- lega að uppbyggingu safns eða safna fyrir héraðið og/eða að fundinn verði einn staður bæði fyrir safnahús, varðveislu gamalla húsa, atvinnutækja og annarra minja. Þessi fundur gæti orðið undirbúningsfundur að stofnun áhugamannafélags, og/eða sjálfseignarstofnunar um safn, með þátttöku sveitarfélaga, félagasamtaka og einstaklinga. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur verið starf- rækt í mörg ár, en húsnæði þess er löngu orðið of lítið. Þar er ekki hægt að taka við stórum hlutum nema til geymslu og vegna þess hve húsnæðið er lítið er erfitt að sýna það stærri hópum. Að Reykjum í Hrútafirði hefur um árabil verið rekið myndarlegt byggðasafn, sem sameiginlega var byggt upp af Strandamönnum, Vestur - Húnvetningum og Austur - Húpvetningum. A Skagaströnd er starfandi sjóminja- og munasafnsnefnd og eiga þar sæti fulltrúar frá kvenfélaginu Einingu og hreppsnefndinni. í þeirri nefnd eru uppi áform um að hefja framkvæmdir við Bjarma- nes (gamla barnaskólann), til þess að húsið geti hýst sjó- og minjasafn á sómasamlegan hátt. Þetta gamla hús keypti hreppurinn fyrir nokkrum Nú er unnið að gerð nýs aðalskipulags fyrir Skaga- strönd og er stefnt að því að lokatillaga liggi fyrir 1. mars n.k. Það er Ragnar Gunnars- son arkitekt á Akranesi, sem vinnur að gerð skipulagsins fyrir hreppsnefndina á Skaga- strönd. Gildandi aðalskipulag er síðan 1975. árum í þeim tilgangi að þar yrði komið upp safni. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt hefur skoðað húsið og tekið að sér að vera sjóminja- og munanefndinni til ráðu- neytis við að koma húsinu í upprunalegt horf. Gerð hefur verið gróf áætlun um það verk, sem byggir á því að næsta sumar verði húsið tekið í gegn að utan, en sumarið 1989 verði gengið í aðalatriðum frá því að innan þannig að árið 1990 verði hægt að byrja rekstur safnsins. í síðasta mánuði var haldinn almennur kynningar- fundur um þá tillögu, sem nú liggur fyrir að hinu nýja skipulagi. Að sögn Guð- mundar Sigvaldasonar sveitar- stjóra líst fólki vel á þau drög og hafa ekki komið fram miklar athugasemdir. Skagaströnd: Nýtt aðalskipulag Séð yfir Skagaströnd. Skagaströnd: HoUenskur sjúkraþjálfari væntanlegur Upp úr áramótum er væntanlegur hollenskur sjúkra- þjálfari til starfa á Skaga- strönd. Það er hreppsnefndin, sem hefur forgöngu um ráðningu þessa manns, sem er 22 ára karlmaður, ókvæntur. Að sögn Guðmundar Sig- valdasonar sveitarstjóra er talin mikil þörf fyrir mann með þessa menntun á staðnum, bæði til þess að þjálfa þá sem við veikindi og afleiðingar slysa hafa átt við að stríða og eins til þess að leiðbeina fólki við vinnu þannig að minni hætta sé á ýmiss konar atvinnusjúkdóm- um. Guðmundur sagði að mikill skortur væri á menntuðum sjúkraþjálfurum hér á landi. Því hefði verið ákveðið að leita fyrir sér í Hollandi, en þar er mikið framboð af sjúkraþjálfurum. Þegar eru nokkrir hollenskir sjúkra- þjálfarar komnir til starfa hér á landi. Undanfarna mánuði hefur íslenskur sjúkraþjálfari starfað við heilsugæsluna á Blönduósi, og haft mikið að gera. Þá er verið að athuga með ráðningu hollensks sjúkraþjálfara til Hvammstanga úr þeim hópi, sem sótti um vinnu á Skagaströnd. Úrvalið hefur aldrei verið meira Full búð af nýjum skóm Dömuskór - Herraskór Barnaskór - Inniskór Leðurstígvél - Jólatilboð Kuldaskór á alla fjölskylduna er góð jólagjöf 20% afsláttur af öllum kuldaskóm fram til jóla Það hefur aldrei verið til meira úrval Töskur - Hanskar - Veski Ferðabarir Sjón er sögu ríkari Verið velkomin Ódýrar töskur og bakpokar með myndum af Mikka og Mínu fyrir krakka Verslið í sérverslun SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS Aðalgötu 10 - Sími 5405

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.