Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 7

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 7
42/1987 FEYKIR 7 Skagaströnd: Þórdís spákona Spákonufell. A Skagaströnd gefur hreppur- inn út fréttabréf, sem ber nafnið Þórdís spákona. A þessu ári hefur það komið reglulega út á þriggja mánaða fresti ogerþargreint frá ýmsu, sem er að gerast á vegum hreppsnefndarinnar auk ýmiss annars efnis, sem erindi á til Skagstrendinga. I síðasta blaði er pistill, sem ber yfirskriftina „Hver var Þórdís spákona?” Pistillinn er á þessa leið: Auðvitað vita allir hver Þórdís spákona var, eðahvað? Það var landnámskonan á Spákonufelli, var pað ekki? í tímariti Stofnumr Ama Magnús- sonar, sem heitir Gripla, segir Bjarni nokkur Einarsson svo frá: ,,Það var seint í ágúst- mánuði undir kveld (1975) að ég stýrði bíl norður Skaga- strönd og var ætlunin að leita náttstaðar í Höfnum. Með mér var konan mín, Sigrún Hermannsdóttir, og systir hennar, Björg. Farið var að skyggja, og framundan bar hátt dimmt fjall við bláan himinn. Við vorum ókunn, en vissum að leið okkar mundi innan skamms liggja meðfram Spákonufelli, og við gátum okkur til að þetta væri fjallið. Allt í einu hrópar Björg: ,,Sjáið þið konunal", og bendir upp á fjallið. Við konan mín sáum jafnskjótt að á endilangri fjallshlíðinni virtist liggja konulíkneski, efst var andlit með skýrum dráttum, reglulegum og virðulegum, og niður eftir mótaði fyrir öðrum likamshlutum allt niður á tær. Virtist okkur þessi sýn taka af Arnar HU 1 skip Skagstrendings h.f. á Skagaströnd. Húnaflói: Rækjustofrann að stækka í vetur má veiða 750 tonn af rækju í Húnaflóa, en það er 250 tonnum meira en í fyrra. Að sögn Heimis L. Fjelsteds eru menn almennt bjartsýnir á að rækjustofninn í Flóanum nái sér á næstu tveimur árum. Þegar mest var mátti veiða 3600 tonn af rækju í Húnaflóa og hafa fjölmargir haft atvinnu af þessum veiðum og vinnslu úr aflanum undanfarin ár. Því varð það mikið áfall þegar rækjustofninn datt svo niður að ekki voru leyfðar veiðar á nema 500 tonnum í fyrravetur. - metár í vinnslu - Rækjuvinnslur við Flóann hafa í framhaldi af þessu lagt stóraukna áherslu á að fá úthafsrækju til vinnslu. Þannig verður yfirstandandi ár metár hjá Rækjuvinnslunni á Skaga- strönd hvað aflamagn til vinnslu varðar og verða þar alls unnar um 1650 lestir af rækju á árinu. Sömu sögu er að segja frá Blönduósi. Að sögn Kára Snorrasonar fram- kvæmdastjóra Særúnar hf. verða unnin um 1300 tonn af rækju á þessu ári hjá fyrirtækinu og er stór hluti af þeim afla veiddur af nýja úthafstogaranum Nökkva. Hjá Rækjuvinnslunni á Skaga- strönd vinna að jafnaði um 25 manns og um 20 hjá Særúnu á Blönduósi. Þeim Heimi og Kára bar saman um það að erfitt væri að reka rækjuvinnslu um þessar mundir vegna þess hve kostnaðarhækkanir innan- lands hafi verið miklar að undanförnu en verðlag á vörunni erlendis lækkað um 35% frá í fyrra. Verðlag á skelfiski er hins vegar orðið svo lágt erlendis að veiðar og vinnsla á hörpudiski liggur alveg niðri. allan efa um fjallið." Og síðar: „Eftir að þetta var skrifað átti ég tal við Þórhall Vilmundarson um nafnið Spákonufell. Hann hafði þá(í fyrirlestri) getið þess ti/að spá væri í frummerkingu sinni, að sjá (langt frá sér) og horfa á, sbr. þýska sagnorðið spáhen og danska spejde, sem er af sömu rót. Spáfell taldi ÞórhaUur hafa getað breyst í Spákonufell þá er frummerking fyrra liðs hefði verið farin að fyrnast og fólk þá leitað skýringa á nafninu eða bætt um af ímyndunarafli sínu. Hitt hefði og getað stuðlað að þeirri þróun, að menn hefðu þóst sjá konumynd ífjallinu.” Þá höfum við það. Innritun í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki fyrir vorönn 1988 n ]][[ n stendur yfir til mánudagsins II í JJ 21. des. n-^- ‘ Heimavist og mötuneyti er við skólann. Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: STYTTRI NÁMSBRAUTIR: Fiskvinnslubraut 1 (2 annir) Undirbúningur fyrir nám i fiskiðn í Fiskvinnsluskólanum. Fiskvinnslubraut 2 (4 annir) Undirbúningur fyrir nám í fisktaekni i Fiskvinnsluskólanum. Heilsugæslubraut (4 annir) Undirbúningur undir aðstoðarstörf við hjúkrun, veitir aðgang að Sjúkraliðaskóla [slands. Mögulegt framhald á náttúru- fræðibraut. Sjúkraliðabraut (6 annir) Útskrifar sjúkraliða í samvinnu við viöurkenndar sjúkrastofn- anir. Mögulegt framhald á náttúrufræöibraut. Uppeldisbraut (4 annir) Býr nemendur undir nám og störf á vettvangi félags- og uppeldismála, m.a. í Fósturskóla íslands. Mögulegt framhald á félagsfræðabraut. Viðskiptabraut (4 annir) Undirbúningur undir almenn verslunar- og skrifstofustörf, lýkur með verslunarprófi. Mögulegt framhald á hagfræöa- braut. Vélstjórabraut 1. stigs - Vélavörður (1 önn). STÚDENTSPRÓFSBRAUTIR (8 annir): Veita nauðsynlegan undirbúning til náms á háskólastigi. Á öllum þessum brautum er lögð mikil áhersla á nám í íslensku, ensku og stærðfræöi, en á hverri braut eru ákveðnar greinar sem einkenna brautina, hér nefndar innan sviga. Félagsfræðabraut (Sálfræði, uppeldisfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og saga). Hagfræðabraut (Hagfræði, bókfærsla og aðrar viðskiptagreinar). Náttúrufræöibraut (Stærðfræði, efnafræði og liffræði). Nýmálabraut (Enska og önnur erlend mál). Tæknibraut Einungis ætluð þeim er lokið hafa iðnnámi. Undirbúningur fyrir tækniskóla eða verkfræðinám. Lýkur með tæknistúdents- prófi. IÐNFRÆÐSLUBRAUTIR: Grunndeild málmiðna (2 annir) Lýkur með prófi sem veitir styttingu á námssamningi i málmiðnum. Grunndeild rafiðna (2 annir) Lýkur með prófi sem er forsenda fyrir námssamningi i rafvirkjun, rafvélavirkjun og rafeindavirkjun. Samningsbundiö iönnám Almennar greinar og bóklegar faggreinar fyrir samnings- bundna iðnnema í bifvélavirkjun, húsasmíði, húsgagnasmíði, múrsmiði, rafvélavirkjun, rafvirkjun, rennismiði og vélsmiði (aflvélavirkjun). MEISTARASKÓLI: Framhaldsmenntun fyrir húsasmiði, múrara og pipulagninga- menn til meistararéttinda. ÖLDUNGADEILD - KVÖLDSKÓLI: ( boði eru áfangar úr dagskóla, þegar næg þátttaka fæst, auk þess ýmis námskeið í hagnýtum og vinsælum greinum, svo sem saumaskap, myndmennt, trjárækt og ættfræði. Allarnánari upplýsingar um námsbrautir fástá skrifstofu skólans, simi 95-5488. Skólameistari

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.