Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 20

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 20
20 FEYKIR 42/1987 Siglufjörður: Loðna til Sigluflarðar Gestur Þorsteinsson. Sauðárkrókur: Gestur ráðinn bankastjóri Um síðustu helgi voru komin 55 þúsund tonn af loðnu til Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði sem er helmingi minna magn en Innbrotið í Leikskólann Furukot er enn óupplýst að sögn lögreglunnar og er málið í rannsókn. Sömu sögu má segja um rúðubrotin í Sauðárkrókskirkju og víðar í bænum, sem framin voru fyrir nokkru. Að sögn Björns Mikaelssonar yfir- lögreglúþjóns hafa borist ábendingar til lögreglunnar varðandi rúðubrotin, en ekkert hefur sannast ennþá. Björn sagði að mikið hafi borið á því síðan jólatrén á sama tíma í fyrra. Það var létt yfir Þórhalli Jónssyni verksmiðjustjóra S.R. þegar blaðið hafði samband við hann á föstudaginn, en þá komu upp í bænum að perum af þeim væri stolið. T.d. voru 3 perur eftir á trénu við Bamaskólann eftir síðustu helgi, en á það tré voru settar um 50 ljósaperur. Einnig hefur verið talsvert um perustuld við tré Kaupfélagsins við Skagfirðingabúð. Það er orðið mjög slæmt þegar skemmdarfýsn er orðin það mikil hjá fólki að saklaus jólatré verða fyrir barðinu á henni. Slíkan fíflaskap þarf að stöðva. höfðu loðnubátarnir streymt inn til Siglufjarðar alla vikuna og síðustu loðnu- þrærnar voru um það bil að fyllast. Að sögn Þórhalls hefur verið brætt á fullum afköstum 1500 tonn á sólarhring síðustu vikur. Fyrirhugað er að hætta bræðslu 2-3 dögum fyrir jól og byrja aftur fljótlega eftir áramótin. Við bræðsluna vinna 36 menn á tvískiptum vöktum, hvor vakt er átta klukkustundir. „Við vonumst auðvitað eftir að fá góðan slurk af loðnu eftir áramótin sagði Þórhallur, það veltur þó talsvert mikið á hvað loðnan verður komin austarlega en aðalveiðisvæðið undanfarið hefur verið við Kolbeinsey og meðan loðnan veiðist þar erum við hér á Siglufirði öruggir með veru- legan hluta af veiðinni”. Bankaráð Búnaðarbanka íslands ákvað á dögunum að Gestur Þorsteinsson tæki við stjórn útibús bankans á Sauðárkróki. Gestur sem starfað hefur í útibúinu til fjölda ára hafði í mörg ár verið aðstoðarmaður Ragnars heitins Pálssonar, sem stjórnað hafði útibúinu frá því það var stofnað á sjöunda áratugnum er bankinn yfirtók eignir sparisjóðsins. Gestur var af mörgum talinn líklegur arftaki hans og var hann eini umsækjandinn um stöðuna. Sauðárkrókur: Innbrot og rúðubrot óupplýst - mikið um peruþjófnað af jólatrjám - Sauðárkrókur: Gránufélagið hefur starfsemi sína Meðlimir Gránufélagsins. Frá vinstri: Gylfi Arnbjörnsson, Jón Gauti Jónsson, Unnur Kristjánsdóttir, Margrét Soffía Björnsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. A myndina vantar Sigurlaug Elíasson. Um síðustu helgi opnaði Gránufélagið starfsemi sína formlega í gamla skrifstofu- húsnæði K.S., Gránu. Félag þetta samanstendur af nokkrum aðilum sem reka starfsemi sína og þjónustu sjálfstætt í húsnæðinu og kennir þar ýmissa grasa. Við opnunina rakti Jón Gauti Jónsson sögu Gránu frá upphafi og til dagsins í dag í stuttu máli, og bauð gesti velkomna að litast um í húsinu og kynna sér starfsemina. Skal hér sagt frá því helsta um hvern aðila. Iðnráðgjafi Norðurlands vestra, Unnur Kristjánsdóttir, er þarna með skrifstofu og mætir á hana einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 9-16. Reynslan hefur sýnt, að mikil og náin tengsl við fyrirtæki er forsenda góðs árangurs. Opnun skrifstofu hér á Sauðárkróki myndi bæta slík tengsl til muna og bæta þar með þjónustuna í Skagafirði. Gylfi Ambjömsson cand. merc. í rekstrar- og svæðis- hagfræði er með ráðgjafar- fyrirtæki sem nefnist Hug- myndir sf. Fyrirtækið veitir annars vegar sérfræðilega ráðgjöf í gerð byggðaáætlana, þar sem sú reynsla og þekking sem fyrir er á hverjum stað er höfð að leiðarljósi og hins vegar alhliða ráðgjöf og aðstoð við rekstur einstakra fyrirtækja. Einnig er boðið upp á gerð ítarlegra úttekta á vinnu- markaði og atvinnuuppbygg- ingu bæja og héraða, til þess að skilgreina nákvæmlega séreinkenni og forsendur fyrir framtíðar atvinnuþróun. I því sambandi hefur verið unninn mjög ítarlegur svæða- skiptur gagnagrunnur, Sværan, sem hefur að geyma atvinnu- skiptingu hvers sveitarfélags á landinu fyrir árin 1972 - 1985. Við hliðina á Hugmyndum sf. er þjónustufyrirtækið í handraðanum. Eigandi þess er Jón Gauti Jónsson landfræðingur. Jón vann hjá Náttúruvemdarráði á ámnum 1977 - 1985, þar af þrjú síðustu árin sem framkvæmda- stjóri. Sat á þeim tíma í Ferðamálaráði Islands. Hann hefur kennt við Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki frá haustinu 1985 og árið eftir var hann ritstjóri Feykis. Á þessu ári hefur Jón unnið að ýmisskonar bæklin^agerð í samstarfi við SAST sf. Starfsemi fyrirtækisins í handraðanum snýst um gerð upplýsinga- og auglýsinga- bæklinga, fjölmiðlun og ferðaþjónustu, s.s. gerð ferða- mannabæklinga. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir hefur komið sér upp vinnu- aðstöðu í suðurenda Gránu, þar sem hún mun þrykkja sáldþrykk, mála á efni og vinna ýmsa muni úr leðri. Einnig býður hún félagasam- tökum og fyrirtækjum upp á að þrykkja á búninga, veifur, fána o.fi. Við hliðina á Ösp hefur Margrc Soffía Björnsdóttir aðstöðu, þar sem hún hyggst vinna í grafik (svartlist) og eru verk hennar til sölu. Margrét útskrifaðist sem grafiker árið 1984 frá Kaupmannahöfn og hefur tekið þátt í samsýningu bæði innanlands og erlendis. Að lokum skal telja Sigurlaug Elíasson sem flytur vinnuaðstöðu sína í Gránu í næsta mánuði. Sigurlaugur útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983 og hefur haldið þrjár einkasýningar á málverk- um og grafík og tekið þátt í samsýningum. Þá hafa verið taldir upp þeir aðilar sem teljast til Gránufélagsins og er ekki að efa að sú starfsemi sem þarna hefur verið komið á fót er afar góð nýting á gömlu húsnæði sem Grána er. Þetta mun efia gamla miðbæ Sauðárkróks til muna og veitti ekki af. Segja má að gamla Grána iði af lífi því undir starfsemi Gránufélagsins, á neðri hæðinni, er komin gullsmíðastofan Gallerí Grána, hárgreiðslustofan Hár-List og tækni- og ráðgjafarþjónustu- fyrirtækið Frumverk. Feykir óskar öllum þessum aðilum velfarnaðar í fram- tíðinni og megi starfsemi þeirra dafna og efla upp- byggingu gamla miðbæjarins á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.