Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 10

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 42/1987 ÆEYKIlW Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauöárkrókur ■ SfMI: 95-5757 95-6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarsonsson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95-5253, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Daníelsson sími 91-30538, örn Þórarinsson sími 96-73254, Júlíus Guðni Antonsson sími 95-1433 og 985-25194 Auglýsingarstjóri: Haukur Hafstað sími 95- 5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 210 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. — leiöari----------------------------- Friðaijól Leiðtogar stórveldanna hafa fært þjóðum sínum og heiminum jólagjöf. Undirritun samnings um eyðingu á hluta vopna úr kjarnorkubúrinu er þýðingarmikið skref, sem getur orðið byrjun nýrrar sögu í samskiptum þessara þjóða, og haft ómæld áhrif í okkar heimshluta. Hernaðar- þróuninni hefur verið snúið við um sinn, og eðlilegt að vongleði grípi um sig við að sjá leiðtoga þjóðanna skiptast á gamanyrðum í beinni útsendingu eftir að hafa háð kalt stríð í marga áratugi. Kannski óttinn sem það stríð magnaði upp beggja vegna járntjaldsins í garð þess sem handan sat hjaðni nokkuð um sinn. Feykir hefur áður tekið undir og stutt viðleitni fjöldahreyfinga til friðar, og vafalaust hefur barátta fjöldans fyrir því að þjóðarleiðtogar gerðu eitthvað raunhæft í kjarnorku- og hernaðarvá nútímans haft sitt að segja. Það er þó varasamt að fá glýju í augun yfir því sem sýnt var í sjónvarpinu. Friðarbaráttan verður að byggjast á raunsæju mati en ekki fjölmiðlabragði leiðtoganna, á tölum, þar sem eru margar óþekktar stærðir og óviss útkoma. Það er viss áminning til okkar sem smáþjóðar, að land okkar skuli hafa verið vettvangur þeirra umræðna sem leiddi til að þetta samkomulag náðist nú á jólaföstu. Friður vinnst ekki með stórum orðum heldur mörgum smáskrefum. Og hann hefst heimafyrir. Komandi jólahátíð friðar er vitjunarstund til hvers og eins. Land okkar getur lagt sitt að mörkum til að eyða óvinagrýlum austan tjalds og vestan, til að gefa æskulýð sínum uppeldi til friðar og innræta honum virðingu fyrir öllu lífi. An þessa verða skrefin sem stigin eru í Washington ekki fleiri, og jólagjöf leiðtoganna þýðingarlaus. Gleðileg jól. gþó Afram gakk „ljósvakans ljósrikingur” Jæja, góðir lesendur, þol- endur, stokkendur. Ég ætla ekkert að byrja þennan þátt á leiðréttingum eins og sumir, síðasta grein var nokkuð villulaus og vel prófarkar- lesin. Aftur tel ég mig neyddan til að tjá mig um fjölmiðlun, fyrirbærið sem tröllríður okkur hámenntuðu, menningar- legu, græðgislegu, nýjunga- gjörnu Islendingum. Núna skal ekki skammast út í Stefán Jón Hafstein og kumpána hans, heldur snúa sér að ljósvakafjölmiðlun. þ.e.a.s. imbakassanum (sjón- varp á nútímamáli). I síðustu viku ruddist Stöð 2 yfir þorra íbúa Norðurlands vestra og er það einmitt tilefni skrifa minna nú. Ég hef hingað til gengið undir dulnefninu „Velunnari RUV” og dettur mér ekki í hug að breyta þeirri góðu hefð þó að Stöð 2 sé komin fyrir framan glyrnur mínar. (Orðið glymur segir í orðabók að merki auga, einkum í hundum og köttum; ljótt auga.) Stöð 2 á alveg rétt á sér sem og aðrir fjölmiðlar og mín skoðun á alveg rétt á sér sem og aðrar skoðanir. Hver er þá mín skoðun? Jú, ég er nefnilega á þeirri skoðun að Stöð 2 eigi eftir að trufla all verulega eðlilegt fjölskyldulíf á þeim heimilum sem hingað til hafa verið talin rólegheita heimili og allir farnir í háttinn fyrir miðnætti. En enginn galli er svo slæmur að ekki fylgi einhver kostur! (nýr málsháttur) Ef þú ætlar þér að glápa á Stöð 2 lon og don, fram yfir miðnætti og allt það, þá þarft þú að fjárfesta í fyrirbæri sem hefur verið kallað myndlykill, afruglari, afhristari, mynd- hristari, ruglari, hlaupari, alltari og ég veit ekki hvað. Fyrirbæri þetta veitir þér aðgang að ruglaðri, læstri, lokaðri dagskrá Stöðvar 2 og er talið af mörgum lykilinn að stærstu myndbandaleigu landsins. Þú þarft ekki annað en að snara út innan við 20 þúsund krónum, þá er þetta fyrirbæri komið inn á þitt heimili, eins og hvert annað straujárn. Um leið ertu orðinn áskrifandi Stöðvar 2 og allar Ieiðir færar til betra lífs og vega. En ég, „Velunnari RÚV”, er ekki svo létt gabbaður. Frekar endurnýjaði ég strau- járnið heldur en hitt. Nú hefur Stöð 2 sést á skjám okkar hér í N V í nokkra daga og hafa flestir getað séð ólæsta, óruglaða, ólokaða, opna dagskrá Stöðvar 2. Ég hef séð nokkra þætti af „fréttamaskínunni” 19.19 og mikið afskaplega er það grautþunnur þrettándi. Þá held ég að ég haldi mig við tuðandi Ingva Hrafn, stamandi Hall, kyngjandi Helga E. og brosandi Eddu o.s.frv. Þau eru einstök blessunin og ekki orð um það meir! Ég vil bara að endingu segja þetta: Stöð 2 má alveg vera til fyrir mér og ætla ég ekki að fara að gagnrýna hana meira nú, ég þarf að sjá fleiri bindi hjá Páli Magnús- syni til þess. En þangað til, lesendur, þolendur, stokk- endur góðir. Megið þið eiga sjónvarpsleg, útvarpsleg, hátíð- leg, ríkuleg og hvað var það nú aftur......Já, gleðileg jól. Nú slekk ég á tölvunni og við hittumst aftur á svörtu, á hvítu, á nýju ári. Þá verðu nóg að gagnrýna aftir allt fjölmiðlajólaflóðið. Velunnari RÚV Prentaraborðar, ritvélaborðar, reiknivélaborðar og leiðréttingaborðar í flestar gerðir tölvuprentara, ritvéla og reiknivéla. Úrval af diskettum 51/4 og 31/? og diskettugeymslum. Facit tölvuprentarar, ritvélar og reiknivélar frá Gísla J. Johnsen. Tölvumöppur og pappír frá Odda. Victor tölvur og AST tengikort frá Einarí J. Skúlsyni hf. Vegna staðgreiðslu skatta sem tekur gildi um áramót er tilvalið fyrir fyrirtæki að láta okkur sjá um launabókhaldið. Getum einnig bætt við okkur fyrirtækjum í fjárhags- og viðskiptamannabókhald. SlL ll U sí Skagfiröingabraut 6b - Simi: 95-6676 - 550 Sauöárkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.