Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 18

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 18
18 FEYKIR 42/1987 „Það þarf að styrkja vaxtarbrodda atvinnulífsíns hér” - segir Unnur Kristjánsdóttir iðnráðgjafi í viðtali við Feyki - Ein af þeim stofnunum sem skotið hafa upp kollinum hér í kjördæminu nú á síðustu árum er Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra. Iðnráðgjafi félagsins er Unnur Kristjánsdóttir. Fyrir skömmu opnaði félagið skrifstofu á Sauðárkróki. Af því tilefni hafði blaðið samband við Unni og spurði hana hvað Iðnþróunarfélagið í rauninni væri. „Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra er í eigu sveitarfélaga á svæðinu og rekur það iðnþróunarstarf- semina. Einnig borgar ríkið styrk sem er u.þ.b. 30% til að reka þessa starfsemi. Iðn- þróunarfélagið var stofnað fyrir tveimur árum og þar af hef verið hérna í eitt ár í þessari vinnu. Starfsemin gengur aðallega út á aðstoð við atvinnulífið á svæðinu og þau verkefni sem ég vinn í eru fyrst og fremst að beinum verkefnum með fyrirtækjum. Þau geta að sjálfsögðu verið af ýmsu tagi. Oftast er þetta vinna með fyrirtækjum sem eru af smærri gerðinni og geta í rauninni ekki keypt svona þjónustu frá dýrari aðilum. Undanfarið hef ég verið að vinna að ullariðnað- inum og verið að skapa einhver ný mótíf fyrir nýrri stöðu sem mér finnst vera í ullariðnaði. Til dæmis má geta þess að um daginn héldum við fund með Jóni Sigurðarsyni forstjóra Álafoss til að kynnast aðeins hvað væri að gerast þar á bæ og einnig til að kynna okkur, og hvað við gætum gert til að hjálpa til við endurreisn ullariðnaðarins í landinu”. En hvert er aðalverkefni Iðnþróunarfélagsins í dag? „Það er tvímælalaust undir- búningur að stofnun fjár- festingafélags. Þessi hugmynd á sinn aðdraganda sem varsá að Þróunarfélag Islands kom með tilboð í sumar um að leggja 20% hlutafjár í svona fjárfestingafélög í landshlut- unum og það er því verið að vinna að þessu í fleiri landshlutum. Síðan var farið á alla þéttbýlisstaðina á svæðinu ásamt manni frá Þróunarfélaginu til að kynna hvað hér var á ferðinni. Það Unnur Kristjánsdóttir. voru allir inn á því að þessi grunnhugmynd að stofna svona sjóð hérna þýddi það að við værum búin að eymamerkja kjördæminu á- kveðna upphæð sem ráða- menn hér í kjördæminu sæju um, þ.e. að menn væru þarna að styrkja vaxtarbrodda í atvinnulífinu sem þeim væri sjáanlegt en forráðamenn sjóða í Reykjavík myndu aldrei vita um. Menn voru einnig inn á því að þetta Kaupmaðurinn á horninu Kjötvörurnar frá KEA Jólamatur sem aldrei bregst Svínahamborgarahryggir Nýir svínahryggir Svinakóteiettur Reykt úrb. svínakambur Bayonese-skinka Reykt svinalæri Úrb. hangikjöt Rjúpur Hreindýrakjöt Kjúklingar Stórkostlegt úrval af nýju - frosnu og niðursoðnu grænmeti Úrval af konfekti Tilboð 400 gr kassi kr. 259.- Adidas - Challinger - Liverpool - skór Leikföng í þúsundatali í gömlu bókabúðinni Verslunin Tindastóll sími 5119 Gamla bókabúðin sími 6770 myndi styrkja nýbreytni í fyrirtækjarekstri og betri rekstur fyrirtækja. Þá var einnig um það rætt að 60% af fé sjóðsins myndi vera í eigu fyrirtækja í kjördæminu, einnig kom það fram að eigendur fyrirtækja eiga í erfiðleikum með að útvga fjármagn vegna fjarlægðar frá aðalpeningamarkaðnum. Síðan hefur verið rætt um staðsetningu og reynt að leysa það mál. Svo hefur það komið upp að fyrirtæki hér eru ekki með peninga í handraðanum til að slá út fyrir hlutafé í fjárfestinga- félaginu og það hefur verið í athugun að útvega einhver lán til kaupa á hlutafé. Niðurstaðan af síðasta undir- búningsfundinum sem var haldinn á Hofsósi var sú að menn gerðu sér vonir um að safnast gætu 30 millj. kr. í hlutafé á svæðinu og þar með værum við búin að stofna hér atvinnuvegasjóð sem væri fyrir atvinnulífið á Norður- landi vestra” Hvað með markmið? „Já það var rætt um að félagið sæi um lánastarfsemi og fjármögnun á hlutafjár- kaupum. Það væri fyrst og fremst horft á arðsemi og þarna væri verið aðfinna þær greinar fyrirtækja á svæðinu sem gætu orðið arðsamar, og þannig tryggjum við líka reksturinn á svona sjóði. Nú þegar hefur verið bent á verkefni sem áhugi er á að leggja fjármagn í en það er ferðaþjónusta eða ferðamanna- iðnaður. Rekstrarlega séð, er ljóst að fyrirtækin þurfa að vigta þungt hvað varðar rekstur á svona sjóði og hér á þessu svæði eru mörg stór fyrirtæki sem hafa verulega fótfestu og það er mikils virði að þau verði með og ég held að þau séu mjög jákvæð fyrir þessu verkefni. Ætlunin er að hlutaféð verði ávaxtað hér í lána- stofnunum á svæðinu og þetta félag standi ábyrgt fyrir því fé sem síðan fer í gegnum sjóðinn. Ekki hefur verið ákveðið neitt hvað varðar daglegan rekstur og staðsetningu, en það er ekki hægt fyrr en komið er í ljós hvað mikið fé safnast í þennan sjóð. Við ætlum okkur að standa þannig að stofnun þessa fjárfestingafélags að við sjáum af því árangur eins og gerst hefur á Eyjaíjarðar- svæðinu. Að lokum vonum við að engin hreppapólitík skemmi fyrir okkur en óneitanlega getur myndast nokkur togstreita á milli héraða.” Staðarskáli: Jólahlaðborð að norrænum hætti Staðarskáli í Hrútafirði sem á margan hátt hefur verið brautryðjandi á ýmsum sviðum endurtekur það enn á ný með boði sínu um jólahlaðborð að norrænum sið. Helgarnar í desember fram að jólum býður Staðar- skáli þetta hlaðborð sem samanstendur af þjóðlegum réttum frá Norðurlöndunum. Að sögn Magnúsar Gísla- sonar eins eigenda Staðar- skála er jólahlaðborð sem þetta mjög vinsælt í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og þar er það orðinn almennur siður að fólk safnist saman í jólamánuðinum og þjófstarti jólunum með því að gæða sér á réttum sem eiga sér rætur langt aftur í aldir líkt og hangikjötið og laufabrauðið hér á landi. Margir erlendir siðir hafa tröllriðið mörlandanum nú síðustu árin og má eflaust deila lengi um kosti eða galla þess en framhjá hinu verður ekki litið að jólahlaðborð hlýtur að höfða mun frekar til félagasamtaka, vinnu- hópa hvað þá fjölskyldna heldur en t.d. jólaglögg sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Matreiðslumaður í Staðar- skála er Ingvar Guðmundsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.