Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 14

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 42/1987 Sýslunefndarsaga Skagfirðinga Sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu gefur út Sýslunefndar- sögu Skagfirðinga. Verður hún í tveim bindum og spannar tímann frá upphafi sýslufunda, 1874, til ársloka 1988. Er þó drepið á fleira en málefni sýslunefndar og má verkið kallast einskonar atvinnu- og hagsaga héraðsins. Fyrra bindið nær fram um 1935 eða þar um bil. Höfundur er Kristmundur Bjarnason rithöfundur á Sjávarborg. Sýslunefndarsaga Skagfirðinga skiptist í sex hluta, auk inngangs: Samgöngur, Menntir, Heilbrigðismál; Iðnir; Utveg; Búshagi. Bókarhlutum flestum er skipt í nokkra kafla innbyrðis. Um 100 ljósmyndir eru í bókinni, nær allar teknar á tímabilinu 1874 - 1940. Núverandi kláfur hjá Skatastöðum Feykir birtir hér sýnishorn af efni bókarinnar og verður gripið niður í fyrsta kaflann um samgöngur. „Kláfur á Jökulsá eystri. Fyrsti skagfirzki kláfurinn, ætlaður til mannflutninga, var settur á Jökulsá eystri hjá Skatastöðum um 1850, og litlu síðar annar á Abæjará, sem síðar var brúuð. Fyrir öllum þessum framkvæmdum stóð sami maður: Guðmundui Guðmundsson bóndi á Abæ, og mun hann hafa borið kostnaðinn að mestu eða öllu leyti. slaka. Þótti þá lífsvoði yfirað fara, þar eð kaðlinum var hætt, er kaststrengurinn hampaði kláfnum. Þó varð þar ekki slys á mönnum. Hins vegar kom kláfdrátturinn gestum og gangandi að góðum notum. Það er í frásögum, er Skeiða- og Ytrihreppamenn keyptu fé austan Vatna í Skagafirði 1858 eftir niðurskurð vegna fjárkláða, að ófært reyndist að reka í Jökulsá sökum flóða. Ferjaði Guðmundur á Abæ allan þann rekstur, um 1000 fjár, í kláfnum og þá enga borgun fyrir. Oljóst er, hvenær kláfur Guðmundar bónda á Jökulsá eystri varð ónothæfur. í Brúarstöpull frá fyrstu brúnni á Kolku í Tungusporði. Sá galli þótti á drætti Guðmundar á Jökulsá, að áin náði í stórflóðum til hans á miðjum streng sökum notkun var hann um daga hans (d. 1873) og trúlega lengur. Hitt er víst, að bændur á Merkigili, Skata- stöðum og Ábæ rituðu sýslunefnd í ársbyrjun 1887 og fóru þess á leit „að hún veitti 200 kr. styrk... til að koma upp kláfdrætti á austari Jökulsá, er sé bæði straumhörð og stórgrýtt og að jafnaði ill yfirferðar...” Sýslunefnd taldi málið þarft, en óverjandi að kosta slíkt fyrirtæki, „sem einungis varðar sárafáa bæi”, kvað hún nauðsynlegt skilyrði fyrir úrlausn, ,,að þeir, sem næst standa, leggi fram að minnsta kosti helming kostn- aðarins...” Þá fyrst vildi nefndin styrkja þessa fram- kvæmd, er „hlutaðeigendur hafa sýnt, hve mikið þeir vilja til þess vinna”. Árið eftir sóttu bændur um 100 kr. styrk gegn jafnháu framlagi, en nefndin taldi sér aðeins fært að lofa 50 krónum til dráttarins, sem komst upp litlu síðar. Á fyrsta sýslufundinum (1874) las oddviti upp bréf ,/rá sveitarstjóminni í Lýtings- staðahrepp og nokkrum bændum í framparti hrepps- ins. Lýstu þeir því, hve brýna nauðsyn bæri til að setja kláf á vestari Jökulsá, er þeir telja að mundi kosta 100 rd...” Fóru Lýtingar fram á, að minnst eins árs vegagjald hreppsins mætti ganga til kláfgjörðar. Nefndin óttaðist, að hana brysti lagaheimild til að veita undanþágu frá vegagjaldi, en vildi hins vegar mæla með, að bændum væri veittur helmingur þess eða um 25 rd. og leitað yrði samþykktar amtsins á þeirri ráðstöfun. Hún fékkst ári síðar. Vesturdalskláfur komst upp sumarið 1875 og stóðu nokkrir bændur að mestu undir kostnaðinum. Þetta reyndist geysimikil samgöngu- bót. Vestdælir urðu að sækja til kirkju yfir Jökulsá vestari og reyndist oft slarksamt. Á vetrum fór fólk gangandi til kirkju, karlmenn óðu ána, er svo bar undir, og báru kvenfólk og börn. I aftökum var áin á ís, og notfærði fólk sér það... Þessi kláfur var í notkun fram á árið 1896, er Jökulsá var brúuð. Brýr á Kolku og Hjaltadalsá Á fundi sýslunefndar 1876 var Birni Péturssyni á Hofstöðum og Friðriki Níels- syni í Neðra-Ási falið að ákveða brúarstæði á Kolku (Kolbeinsdalsá) og Hjalta- dalsá. Töldu þeir brúarstæði á Kolku bezt „hjá Jörundar- brekku í Tungusporðinum”. Þar þurftu burðartrén að vera 22 álnir. Einnig töldu þeir hagkvæmast að brúa Hjaltadalsá „neðan við Gýgja- foss, og þurfa þar 25 álna tré”. Árið 1878 fól sýslunefnd oddvita sínum að kaupa skipsmöstur eða önnur brúartré þá þegar. Skipsströnd voru tíð á þessum árum við Skagafjörð og mikið um uppboð á trjáviði. Er ekki að orðlengja það, að hafizt var handa um smíði brúar á Kolku og Hjaltadalsá, auk þess var lagt fram vegabóta- og samskotafé. Skjótt þurfti Kolkubrú umbóta við. Hún var smurð viðsmjöri og máluð 1882 og hækkuð nokkrum árum síðar og hlaut þá um leið frekari aðgerð. Varð hún sýslusjóði löngum þurftafrek. Sýslufundi árið 1909 barst greinargerð frá Jóni Björns- syni snikkara í Kolkuósi, sem hafði skoðað nokkrar brýr austan Vatna, meðal annars Kolkubrú gömlu, „sem taldist þurfa mjög mikillar aðgerðar”. Sýslu- nefnd ákvað að útvega efni til nýrrar brúar á ána fyrir haustið, að því tilskildu, að Hóla- og Hofshreppur önnuðust „tryggilega hleðslu að aðgerð brúarstöpla og beri allan þar að lútandi kostnað, að jöfnu á báða hreppana, sem og annist á sinn kostnað flutning á öllu efni frá lendingarstað til brúarstæðis”. Brúin var endursmíðuð árið 1910. Þegar skipsviðurinn var keyptur til Kolkuósbrúar 1878, var einnig hugsað fyrir brú á Hjaltadalsá, efniviður keyptur, svo sem til hrökk. Árið 1880 hófst undirbúningur þar, þótt smíði lyki ekki að fullu fyrr en 1883 sökum efnisskorts. Brúin entist vel, og þurfti litlu til hennar að kosta, þó skemmdist hún nokkuð í vatnavöxtum 1894. Árið 1914 voru veittar rúmar 400 krónur til lagfæringar á henni. Þrettán árum síðar var bitabrú með steypustöplum sett á ána á Gálgamel. Sýslusjóður greiddi þriðjung kostnaðar á móti ríkinu, 2503,96 kr. Þrem árum síðar en þetta vareðaárið 1930 varefnt upp á 20 m langa steypta bogabrú með langbríkum á Kolku í stað þeirrar, sem kom á ána árið 1910”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.