Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 13
hins vegar mikið sryttur. Nánast ekkert er um innskot annars efnis eða rit-
skýringu. Stjórn III - sem hefst á Jósúabók og nær til loka Konungabóka
- fer svo bil beggja, hún er að stofni til biblíutexti, á köflum styttur, en þar
er jafnframt talsvert af ritskýringu. Taka má dæmi af týpólógískri útleggingu
á sögu Samsons í Dómarabókinni:
Samson merkir vorn herra Jesúm Krist, því að getnaðurr Samsons var íyr-
irboðaður af Guðs engli svo sem vors herra. Samson drap leonem en vor
herra sigraði fjandann. Samson tók hunang úr munni hins óarga dýrs en
Jesús Kristur dró mannkynið úr kverkum fjandans. Samson braut undir
sig Philisteos en vor drottinn lagði fyrir alla óvini andliga og líkamliga.
Samson gekk upp á fjallsbrún með borgarhlið Gaze en Jesús Kristur sté upp
til himna að niðurbrotnum byrgjum helvítis. Nú með slíkum og mörgum
öðrum myndum og merkingum í fyrra lögmáli boðast fyrir háleit stórmerki
mannligrar lausnar (419-20).
Ekki er nóg með að hinir þrír hlutar Stjórnar séu þannig hver sinnar nátt-
úru, heldur er handritageymd þeirra ólík eins og áður kom fram. Einungis
eitt handrit, AM 226 fol. sem talið er skrifað um 1360-70, geymir alla þrjá
hluta Stjórnar, og Stjórn II er raunar hvergi varðveitt nema þar. Með því
er þó ekki öll sagan sögð, því Stjórn II var ekki í handritinu frá upphafi
heldur var textanum bætt inn í það síðar, á seinni hluta 13. aldar eða enn
síðar. Aður en það gerðist hafði handritið verið skrifað upp og í uppskrift-
inni (AM 225 fol.) eru því einungis Stjórn I og III. Sömu samsetningu, þ.e.
Stjórn I+III, má sjá í frægasta handriti Stjórnar, AM 227 fol. Það var ritað
um eða eftir miðja 14. öld og er þekkt fyrir fagrar lýsingar.6 Skrifarar 227
gerðu aðra stóra skinnbók með texta Stjórnar I og III, að líkindum eftir
sama forriti, en af henni eru nú aðeins varðveitt nokkur brot.7 Eldri en öll
þessi handrit sem nú hafa verið talin er skinnbókin AM 228 fol., rituð á
íyrri hluta 14. aldar, en í henni er einungis Stjórn III.
Það er nokkuð víst að sú þýðing sem við nefnum Stjórn III hefur orðið
til um eða upp úr miðri 13. öld; til þess benda tengsl hennar við Konungs
skuggsjá, en þessi tvö verk eiga ákveðna pósta sameiginlega.8 Stjórn I var
6 Sjá Selma Jónsdóttir, Lýsingar i Stjórnarhandriti (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1971).
7 Brotin hafa safnmarkið 229 fol. 1.
8 Fræðimenn hefur greint á um hvernig þessum tengslum sé háttað, þ.e. hvort verkið hafi þegið
11