Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 14

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 14
hins vegar sett saman á fyrstu árum 14. aldar ef marka má formála verks- ins, þar sem fram kemur að Hákon háleggur Magnússon, Noregskonungur 1299-1319, hafi sagt fyrir um ritun þess.9 Erfiðara er að tímasetja tilurð Stjórnar II. Jakob Benediktsson dró fram nokkur máleinkenni sem benda til þess að textinn gæti verið frá fyrri hluta 13. aldar en ekki er það þó fast í hendi. Þessi sköpunar- og varðveislusaga textanna þriggja sýnir glögglega að Stjórn, eins og hún er milli tveggja spjalda í útgáfu Ungers, er hálfgerður bastarður - hún hefur engan heildarsvip, heldur markast af ólíkum efnis- tökum og stíl hinna þriggja hluta. Þetta hafa menn auðvitað lengi vitað en samt virðumst við eiga í erfiðleikum með að brjótast út úr þeim hugs- unarhætti að Stjórn Ungers sé „norræna miðaldabiblían“. Fræðimenn sem hafa fengist við rannsóknir á norrænum biblíuþýðingum hafa lagt áherslu á að draga fram einhverja heildarmynd; þeir hafa reynt að tengja hina varð- veittu texta saman og sett fram nokkurs konar þróunarkenningar til þess að skýra tilurð og samband þeirra. Unger áleit að Stjórn III væri elsta þýðing- in, og Gustav Storm og fleiri tóku undir það viðhorf.10 Hin síðari ár hafa menn á hinn bóginn leitast við að rökstyðja að í Stjórn II megi sjá leifar elstu biblíuþýðingar á norrænu sem hafi verið gerð um eða upp úr 1200. Sú þýðing hafi verið trú frumtextanum og lítið bróderuð með skýringum. Fáeinum áratugum síðar hafi þessi þýðing síðan verið endurbætt og aukin að skýringum svo úr varð Stjórn III. í byrjun 14. aldar hafi svo staðið til, að boði Hákonar háleggs, að gera nýja biblíusögu, mjög aukna skýringum en ritstjórinn hafi ekki náð að koma nema byrjun Mósebókanna í þenn- an nýja búning. Enda þótt ekki sé hægt að sanna að þessi nýja biblíusaga - Stjórn I - byggist á eldri þýðingu hafa fræðimenn yfirleitt gert ráð fyrir því að svo hafi verið. Sú skoðun fær óbeinan stuðning af því að vísbendingar frá hinu. Gott yfirlit um þá umræðu má sjá hjá Jakobi Benediktssyni, „Some observations on Stjórn,“ 36-38. 9 Stjorn, 2. Sbr. Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, 1988), 354-355. 10 Jakob Benediksson, „Some observations on Stjórn,“ 36. Jakob gefur greinargott yfirlit um skoðanir fræðimanna á tilurð og tengslum hinna mismunandi hluta Stjórnar, bls. 28-39. Ég leiði í þessari grein alveg hjá mér þá umræðu hvort líta beri á þýðingarnar sem norskar eða íslenskar. Tungumálið var þjóðunum sameiginlegt á þessu skeiði. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.