Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 17
settu saman handritið AM 764 4to, sem ég hef kallað Reynistaðarbók. En
þeir fóru öðruvísi að heldur en ritstjórar 226. I staðinn fyrir að raða saman
heilum textum bjuggu þeir til eins konar mósaík úr alls kyns textabrotum
og röktu þannig sögu veraldarinnar frá sköpuninni og allt til dómsdags. Þar
sem þetta er kristileg veraldarsaga, sögð undir sjónarhorni hjálpræðissög-
unnar, má rekja margt efni hennar til biblíunnar. Athugun á aðföngum
skrifaranna hefur leitt í Ijós að þeir nýttu sér texta Stjórnar III, þeir höfðu
líka texta Júdítarbókar og Daníels, og þeir notuðu texta úr Genesis og
upphafi Exodus. Af því Stjórn I byggir líka á efni úr Genesis og upphafi
Exodus er áhugavert að bera saman meðferð þess í þessum tveimur ritum.
Það kann að vera að í þeim báðum hafi verið notast við sömu eða svip-
aða Vúlgötuþýðingu og í báðum verkunum er biblíutextinn aukinn með
öðru efni, stundum sams konar efni, en útkoman er engu að síður ólík.
Þessi rit eiga það sameiginlegt að sækja í þá hefð sem blómgaðist mjög
á 12. öld, eftir að ýmis merk rit Forn-Grikkja voru enduruppgötvuð, að
flétta náttúru- og heimsfræðum inn í ritskýringu yfir Genesis.16 Þess vegna
er í báðum verkunum að finna ýmislegt alfræðiefni um sköpunarverkið.
En í Stjórnartextanum er aðaláherslan þó lögð á guðfræðilegar útskýr-
ingar og siðfræðilegar útleggingar - og hann er miklu lengri en textinn
í Reynistaðarbók. Fyrir skrifurum Reynistaðarbókar virðist fremur hafa
vakað að koma nokkuð snöggsoðinni náttúrufræðiþekkingu á framfæri - en
vissulega innan kristilegs ramma veraldarsögunnar. Þessi þekking var að lík-
indum ætluð systrunum á Reynistað og ef til vill þeim börnum sem sagt var
til í klaustrinu. Um tilgang Stjórnar I má fræðast í formálanum sem fylgir
textanum í báðum aðalhandritunum:
Nú svo sem virðuligur herra Hákon Noregs konungur hinn kórónaði son
Magnúsar konungs lét snara þá bók upp í norrænu sem heitir heilagra
manna blómstur, þeim skynsömum mönnum til skemmtanar sem eigi skilja
eður undirstanda latínu, hver er gengur og segir af sérhverjum heilögum
mönnum á þeirra hátíðum og messudögum — upp á þann hátt vildi hann
16 Johannes Zahlten, Creatio mundi. Darstellungen der sechs Schöpfungstage utid naturwissenschafiliches
Weltbild im Mittelalter (Stuttgart: Klett-Cotta 1979), 86-101. Svanhildur Óskarsdóttir, „The
world and its ages: The organisation of an ‘encyclopaedic’ narrative in MS AM 764 4to,“ Sagas,
saints and settlement, ritstj. Gareth Williams og Paul Bibire (Leiden and Boston: Brill, 2004),
1-11.
15