Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 17

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 17
settu saman handritið AM 764 4to, sem ég hef kallað Reynistaðarbók. En þeir fóru öðruvísi að heldur en ritstjórar 226. I staðinn fyrir að raða saman heilum textum bjuggu þeir til eins konar mósaík úr alls kyns textabrotum og röktu þannig sögu veraldarinnar frá sköpuninni og allt til dómsdags. Þar sem þetta er kristileg veraldarsaga, sögð undir sjónarhorni hjálpræðissög- unnar, má rekja margt efni hennar til biblíunnar. Athugun á aðföngum skrifaranna hefur leitt í Ijós að þeir nýttu sér texta Stjórnar III, þeir höfðu líka texta Júdítarbókar og Daníels, og þeir notuðu texta úr Genesis og upphafi Exodus. Af því Stjórn I byggir líka á efni úr Genesis og upphafi Exodus er áhugavert að bera saman meðferð þess í þessum tveimur ritum. Það kann að vera að í þeim báðum hafi verið notast við sömu eða svip- aða Vúlgötuþýðingu og í báðum verkunum er biblíutextinn aukinn með öðru efni, stundum sams konar efni, en útkoman er engu að síður ólík. Þessi rit eiga það sameiginlegt að sækja í þá hefð sem blómgaðist mjög á 12. öld, eftir að ýmis merk rit Forn-Grikkja voru enduruppgötvuð, að flétta náttúru- og heimsfræðum inn í ritskýringu yfir Genesis.16 Þess vegna er í báðum verkunum að finna ýmislegt alfræðiefni um sköpunarverkið. En í Stjórnartextanum er aðaláherslan þó lögð á guðfræðilegar útskýr- ingar og siðfræðilegar útleggingar - og hann er miklu lengri en textinn í Reynistaðarbók. Fyrir skrifurum Reynistaðarbókar virðist fremur hafa vakað að koma nokkuð snöggsoðinni náttúrufræðiþekkingu á framfæri - en vissulega innan kristilegs ramma veraldarsögunnar. Þessi þekking var að lík- indum ætluð systrunum á Reynistað og ef til vill þeim börnum sem sagt var til í klaustrinu. Um tilgang Stjórnar I má fræðast í formálanum sem fylgir textanum í báðum aðalhandritunum: Nú svo sem virðuligur herra Hákon Noregs konungur hinn kórónaði son Magnúsar konungs lét snara þá bók upp í norrænu sem heitir heilagra manna blómstur, þeim skynsömum mönnum til skemmtanar sem eigi skilja eður undirstanda latínu, hver er gengur og segir af sérhverjum heilögum mönnum á þeirra hátíðum og messudögum — upp á þann hátt vildi hann 16 Johannes Zahlten, Creatio mundi. Darstellungen der sechs Schöpfungstage utid naturwissenschafiliches Weltbild im Mittelalter (Stuttgart: Klett-Cotta 1979), 86-101. Svanhildur Óskarsdóttir, „The world and its ages: The organisation of an ‘encyclopaedic’ narrative in MS AM 764 4to,“ Sagas, saints and settlement, ritstj. Gareth Williams og Paul Bibire (Leiden and Boston: Brill, 2004), 1-11. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.