Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 18

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 18
og að þeim góðum mönnum mætti yfir sjálfs hans borði af þessari Guðs höll og herbergi, það er af heilagri skrift, meður nokkurri skemmtanar vissu kunnigt verða, svo þó að hinum vísurum mætti eigi mikil þvingan í vera, af hverjum stórmerkjum eða hverjum tilfellum sunnudagar og aðrir þeir tímar eru haldnir sem eigi er öðrum heilögum mönnum einkanliga sungið en sjálfum Guði (2) Stjórn I virðist því hafa átt að verða einhvers konar lesbók, áheyrendum - væntanlega leikmönnum - til guðrækilegrar upplyftingar. Hún átti að gera þeim ljósari undirstöður helgihaldsins, útskýra hvers væri minnst á hinum ýmsu hátíðum kirkjuársins og hin mikla ritskýring sem hengd er við bibl- íutextann í verkinu verður að skoðast í því samhengi. Eins og fram hefur komið virðist Stjórn I aldrei hafa náð lengra en fram í Exodus. Það verður ekki vitað hvort hugmyndir voru uppi um lengra verk, né hversu mikið af biblíunni ritstjórarnir hugsuðu sér að leggja út með þessum hætti, ef verkið átti upphaflega að vera lengra.17 Fáeinum áratugum eftir lát Hákonar konungs eru skrifaðar tvær miklar skinnbækur á Islandi þar sem Stjórn I - með formálanum - er felld saman við aðra texta. Onnur þessara bóka var að líkindum skrifuð í klaustrinu á Helgafelli — það er AM 226 fol. sem áður var fjallað um. í hinni, AM 227 fol., var Stjórn III skrifuð fyrir aftan Stjórn I og handritið jafnframt lýst fagurlega. Það er ólíkt 226 að því leyti að í því eru ekki aðrir textar. AM 227 fol. (og það sem eftir er af systurhandriti þess í AM 229 fol. I) er því eina handritið sem ber því vitni að menn hafi reynt að efna til samfelldrar biblíu af einhverju tagi í norrænu. Handritið var skrifað á Norðurlandi um miðja 14. öld, hugsanlega í benediktínaklaustrinu á Þingeyrum, en barst síðar í Skálholt (þeirri hug- mynd hefur verið flíkað að það gæti hafa verið pantað fyrir dómkirkjuna í Skálholti18). Við lok texta Stjórnar I hafa skrifararnir skilið eftir eyðu og sömuleiðis skrifuðu þeir ekkert á fyrstu síðu þess kvers þar sem Stjórn III byrjar. Það er því eins og gert hafi verið ráð fyrir að hægt yrði að bæta við því sem vantaði á milli (síðari hluta Mósebóka) ef slíkur texti yrði fáanlegur. Af því varð þó aldrei. 17 Selma Jónsdóttir benti þó á að í textanum er tilvísun til Esterarbókar sem mætti skilja svo að ætlunin hefði verið að verkið yrði lengra, sjá Lýsingar i Stjórnarhandriti, 56-57. 18 Jakob Benediktsson, „Some observations on Stjórn," 20. 16 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.