Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 18
og að þeim góðum mönnum mætti yfir sjálfs hans borði af þessari Guðs
höll og herbergi, það er af heilagri skrift, meður nokkurri skemmtanar vissu
kunnigt verða, svo þó að hinum vísurum mætti eigi mikil þvingan í vera,
af hverjum stórmerkjum eða hverjum tilfellum sunnudagar og aðrir þeir
tímar eru haldnir sem eigi er öðrum heilögum mönnum einkanliga sungið
en sjálfum Guði (2)
Stjórn I virðist því hafa átt að verða einhvers konar lesbók, áheyrendum
- væntanlega leikmönnum - til guðrækilegrar upplyftingar. Hún átti að gera
þeim ljósari undirstöður helgihaldsins, útskýra hvers væri minnst á hinum
ýmsu hátíðum kirkjuársins og hin mikla ritskýring sem hengd er við bibl-
íutextann í verkinu verður að skoðast í því samhengi. Eins og fram hefur
komið virðist Stjórn I aldrei hafa náð lengra en fram í Exodus. Það verður
ekki vitað hvort hugmyndir voru uppi um lengra verk, né hversu mikið af
biblíunni ritstjórarnir hugsuðu sér að leggja út með þessum hætti, ef verkið
átti upphaflega að vera lengra.17
Fáeinum áratugum eftir lát Hákonar konungs eru skrifaðar tvær miklar
skinnbækur á Islandi þar sem Stjórn I - með formálanum - er felld saman
við aðra texta. Onnur þessara bóka var að líkindum skrifuð í klaustrinu á
Helgafelli — það er AM 226 fol. sem áður var fjallað um. í hinni, AM 227
fol., var Stjórn III skrifuð fyrir aftan Stjórn I og handritið jafnframt lýst
fagurlega. Það er ólíkt 226 að því leyti að í því eru ekki aðrir textar. AM
227 fol. (og það sem eftir er af systurhandriti þess í AM 229 fol. I) er því
eina handritið sem ber því vitni að menn hafi reynt að efna til samfelldrar
biblíu af einhverju tagi í norrænu.
Handritið var skrifað á Norðurlandi um miðja 14. öld, hugsanlega í
benediktínaklaustrinu á Þingeyrum, en barst síðar í Skálholt (þeirri hug-
mynd hefur verið flíkað að það gæti hafa verið pantað fyrir dómkirkjuna
í Skálholti18). Við lok texta Stjórnar I hafa skrifararnir skilið eftir eyðu og
sömuleiðis skrifuðu þeir ekkert á fyrstu síðu þess kvers þar sem Stjórn III
byrjar. Það er því eins og gert hafi verið ráð fyrir að hægt yrði að bæta við
því sem vantaði á milli (síðari hluta Mósebóka) ef slíkur texti yrði fáanlegur.
Af því varð þó aldrei.
17 Selma Jónsdóttir benti þó á að í textanum er tilvísun til Esterarbókar sem mætti skilja svo að
ætlunin hefði verið að verkið yrði lengra, sjá Lýsingar i Stjórnarhandriti, 56-57.
18 Jakob Benediktsson, „Some observations on Stjórn," 20.
16
i