Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 21

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 21
á dreif.20 Á undan Júdit í Reynistaðarbók fer kafli úr Daníelsbók21 og eru þessar þýðingar ekki varðveittar annars staðar svo vitað sé. Þær eru dæmi um forna íslenska biblíutexta sem ekki hafa verið almennt kunnir og það er ekki útilokað að enn eigi eftir að koma fram áður óþekktir textar eða textabrot úr norrænum miðaldaþýðingum biblíunnar. Það er reyndar mikil heppni að Júdítarþýðingin skuli vera svo til heil, því skrifarar Reynistaðarbókar höfðu annars þann sið að stytta verulega alla texta sem þeir tóku upp í handritið. Þetta bendir til þess að þeim skrifara sem skrifaði Júdít upp hafi þótt mik- ils um vert að koma sögunni í heild sinni á framfæri við sína áheyrendur og styður þá hugmynd að bókin hafi verið skrifuð fyrir nunnuklaustrið á Reynistað. Júdit verður að teljast heppileg fýrirmynd þeirra kvenna sem þar dvöldu - hún er fögur ekkja, guðhrædd, skírlíf og hugrökk: Júdit bjó þar síðan lengi í borginni og hafði sér gera látið einn leyniligan kofa í hinum efstu húsum sínum og var þar með þjónustumeyjum sínum. Hún hafði hárklæði um lendar sér og fastaði hvern dag nema þváttdaga og kirkjudaga og hátíðir Gyðinga. Hún var kvenna vænst. [...] Hún var hin ágætasta kona í öllum Gyðingalýð, því að hún óttaðist guð harðla mjög. Engi maður mælti til hennar illt orð.22 Ef Reynistaðarbók var bók fyrir frómar konur þá var handritið AM 335 4to ætlað allt öðrum áheyrendum - það lítur út fyrir að vera strákabók! í því eru sögur af kyni fornaldar- og riddarasagna: Sturlaugs saga starfsama, Gibbons saga, Drauma-Jóns saga og sjö styttri frásagnir, svokölluð ævintýri. En þar er líka að finna biblíutexta úr Stjórn III: söguna af Samson og Dalílu úr Dómarabókunum. Söguhetjur allra þessara frásagna eru ungir menn sem gjalda kynna sinna við slóttugar konur. I ævintýrinu Af þremur kumpánum segir ungur aðalsmaður til að mynda frá því að unnusta hans, sem er dauðvona, hyggist láta leggja hann með sér í gröfina svo engin fái að njóta þess sem hún ann mest. Sturlaugur hinn starfsami þarf að etja 20 Svanhildur Óskarsdóttir. „The Book of Judith: A medieval Icelandic translation,“ Grípla XI (2000): 79-124, 85-94. 21 Sögurnar af Daníel og Júdít falla inn í rétta tímaröð í Reynistaðarbók miðað við rammann sem skrifararnir gefa sér, en það eru hinir svokölluðu heimsaldrar, sjá Svanhildur Óskarsdóttir, „Um aldir alda. Veraldarsögur miðalda og íslenskar aldatölur," Ritið 3/2005: 111-133. 22 Svanhildur Óskarsdóttir, „The Book of Judith," 107. Staðfesting er hér færð til nútímahorfs. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.