Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 22
kappi við galdrakvendið Mjöll og í Drauma-Jóns sögu koma bæði svik og
ótrúskapur við sögu. Allar enda sögurnar þó vel (frá sjónarmiði karlanna)
nema auðvitað í tilviki aumingja Samsons. Saga hans fellur þó ágætlega að
þessu samhengi, Samson á t.d. ýmislegt sameiginlegt með Gibboni í sam-
nefndri sögu. Báðir láta þeir fallerast af fögrum konum - í tilviki Gibbons
er það gríska konungsdóttirin Greka sem nemur hann á brott á fljúgandi
töfrateppi. Gibbon reynir að færa sér aðstæðurnar í nyt en ljóst er að það
er Greka sem hefur töglin og hagldirnar:
Eftir svo talað leggur kóngsson frúna á sinn arm með blíðligum kossum og
fögrum faðmlögum hugsandi að afblómga hennar líkama sínum meydómi
með karlmannligu eðli og fysi. Jungfrúin talar þá svo: Hyggi þér kóngsson
að ég flutti yður til þess í þetta ríki, að taka minn meydóm fyrir okkart
brúðlaup mér til smánar og svívirðu? Nei, sagði hún, og eigi fyrir allt það
gull er fellur í Arabía. Hún tekr þá einn náttúrustein og bregður yfir höfuð
honum. Tekur þá af Gibbon alla líkamsfysi til holdligra girnda. Sofa þau alla
þessa nátt með miklum kærleika og þessa heims gleði.23
Allt fer þó vel að lokum og bæði fá þau vilja sinn — Samson geldur hins
vegar fyrir kynni sín af Dalílu, fyrst með frelsi sínu og síðan lífinu eins og
kunnugt er.
Þessi handrit sem ég hef nú fjallað lauslega um sýna að biblíutextar gegndu
mismunandi hlutverki á íslandi á miðöldum. Stundum voru þeir hráefni í
veraldarsögu eða alfræðirit, stundum var þeim líklega fyrst og fremst ætlað
að kynna áheyrendum ritninguna og þýðingu hennar (eins og formáli
Stjórnar I bendir til). Strákabókin AM 335 4to sýnir okkur líka að þessar
sögur gátu staðið með frásögnum af allt öðrum toga - til dæmis fyrir það að
hetjan ratar í raunir sem skipa henni á bekk með óvæntum kumpánum.
Trúarritið Biblían á móðurmáli Islendinga
Enda þótt stolt Skálholtsstaðar, AM 227 fol., sé skráð í bókaregistur staðarins
sem „Biblia skrifud er þeir kalla Stjörn”24 er það þó ekki fyrr en á 16. öld
23 R. I. Page (útg.), Gibbons saga. Editiones Arnamagnæanæ B2 (Copenhagen: Ejnar Munksgaard
1960), 8. Staðfesting er hér færð til nútímahorfs.
24 Sbr. Jakob Benediktsson, „Some observations on Stjórn,“ 11.
20
1