Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 26

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 26
hann var eðlilega áhugamaður um nýjungar í trúarkveðskap og bókmennt- um. Merkileg er kvæðabók hans AM 622 4to þar sem bæði er að finna kaþólsk kvæði og lúterska sálma.35 Og í öðru handriti frá hans hendi, AM 617 4to, sem er líklega frá 7. áratug 16. aldar, standa saman á bók kaflar úr Stjórn III og þýðingar Gissurar á spekiritunum auk texta Jobsbókar sem ekki er víst hver hefur þýtt. Það handrit sýnir því svart á hvítu þá viðleitni að safna saman biblíutextum, nýjum sem gömlum, sem virðist hafa einkennt þá Skálholtsmenn.36 Upp úr miðri 16. öld má því segja að stór hluti biblíunnar hafi legið fýrir í íslenskri þýðingu — sumir textanna hafa verið glænýir og endurspeglað mál, stíl og hugmyndafræði 16. aldar en aðrir yfir 300 ára gamlir og til orðnir af annars konar þörf en þeirri sem rak siðbótarmenn áfram. Það beið Guðbrands Þorlákssonar að safna þessu efni saman, bæta við fleiri þýðingum og fella allt saman í fyrstu biblíu íslendinga. Guðbrandur notaði þær þýðingar Odds sem fyrir lágu og hann tók einnig upp þýðingar Gissurar á Spekiritunum.37 En við höfum ekki fulla vitneskju um þýðendur Guðbrands og jafnframt skortir á að samband Guðbrandsbiblíu við fyrri þýðingar sé nægilega vel kannað. Ian Kirby benti á dæmi um fornlegt orðalag í biblíunni sem á sér samsvörun í 13. aldar þýðingum en nefndi jafnframt að full þörf væri á að taka þau tengsl til frekari athugunar.38 Nú nýverið hefur Jón Friðjónsson athugað samband Stjórnar við Guðbrandsbiblíu og benda rannsóknir hans til þess að þýðendur Guðbrands hafi getað haft Stjórn I og III til hliðsjónar við vinnu sína. Jón hefur hins vegar ekki fundið nein tengsl milli texta Stjórnar II og Guðbrandsbiblíu.39 Þá hafa Guðrún Kvaran og Stefán Karlsson unnið að samanburði Nýja testamentisþýðingar Odds og 35 Guðrún Nordal, „Handrit, prentaðar bækur og pápísk kvæði á siðskiptaöld," Til heiðurs oghugbótar. Greinar um trúarkveðskapfyrri alda, ritstj. Svanhildur Óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir (Reykholt: Snorrastofa, 2003), 131-143. 36 Jakob Benediktsson, „Et overset hándskrift af Stjórn,“ Festskrift til Finn Hodnebo 19. desember 1989, ritstj. Bjorn Eithun o.fl. (Oslo: Novus forlag, 1989), 38-45. 37 Sjá t.d. Einar G. Pétursson, „Bókaútgáfa á biskupsstólunum,“ Saga biskupsstólanna, ritstj. Gunnar Kristjánsson og Óskar Guðmundsson (Akureyri: Bókaútgáfan Hólar, 2006), 569-605, 581-583 og rit sem þar er vísað til. 38 Kirby, Bible Translation in OldNorse, 70-71. 39 Jón kynnti þessar niðurstöður sínar í erindi á 22. Rask-ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar Háskóla Islands, 26. janúar 2008. 24 i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.