Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 32
„ Wir halten (dafiir), dass der Mensch gerecht werde ohne des Gesetzes Werke,
allein durch den GlaubenM Bein þýðing væri: „Vér álítum þess vegna að
maðurinn réttlætist án verka lögmálsins, aðeins fyrir trúna.“ Eða (2007):
Ég álít að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. 1981: Vér ályktum
því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka.
Bréfið „Ein Sendbrief vom Dolmetschen“ fjallar um þýðingaraðferð
Lúthers og er tilraun hans til að færa rök íyrir því að hann skjóti orðinu
„allein“ eða „eingöngu“ inn í þýska textann. Þá lýsir hann því hvernig þýð-
ing eigi að vera, markmiðið er að framandi texti komist til skila til mannsins
á götunni og því verði að tala mál sem maðurinn á götunni tali og nota beri
orð sem hann skilji og brúki sjálfur. Þetta er hið yfirlýsta markmið Lúthers.
En þar að auki styðst hann við mál saxneska kansellísins, hið vandaða mál
upplýstra menntamanna og valdsins manna og býr til úr þessu hvoru tveggja
sérstakan biblíustíl. Galdurinn býr þó í hinum magnaða og persónulega stíl
Lúthers sjálfs sem gæðir textann lífi og krafti.
En þar með er ekki öll sagan sögð. Það sem gefur textanum þá fegurð
sem heillar hvern lesanda er þó ekki hvað síst stílfrœðin, það er sú klassíska
mælskufræði sem Lúther hafði fullkomlega á valdi sínu. Á þetta atriði hafa
margir bent og við það vil ég staðnæmast.
Biblíuþýðing Lúthers gekk ekki hnökralaust eins og hann hefur lýst í
„Sendibréfi um þýðingar". Þar segir hann: „Það hefur oft komið fyrir að
við værum tvær, þrjár, fjórar vikur að leita að einu einasta orði án þess
þó að finna það. Þegar við vorum með Jobsbók lukum við tæplega þrem
línum á fjórum dögum... Nú renna menn augunum yfir þrjár fjórar síður
án þess að gera sér minnstu grein fyrir að þarna þurfti áður að klöngrast
yfir stórgrýti og trjádrumba en nú er allt eins og hefluð fjöl, þarna máttum
við hamast og svitna uns öllum hindrunum var úr vegi rutt.“ Árið 1564
lýsir Johannes Mathesius (f. 1504, d. 1565, þýskur prestur og lútherskur
siðbótarmaður) vinnubrögðunum þannig að Melanchton hafi verið með
Septuagintu, Cruciger með Rabbínabiblíu Jakobs Ben Chajim, Bugenhagen
með Vulgatatextann en Lúther hafi sjálfur lesið þýddan textann og borið
1 Lúthersbiblían 1984: [3.28] So halten wir nun dafur, daB der Mensch gerecht wird ohne des
Gesetzes Werke, allein durch den Glauben.
30