Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 35

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 35
Hér á landi hefur tiltölulega lítið verið fjallað um stílfræði eftir því sem ég kemst næst. A þeim tíma þegar starf þýðingarnefndarinnar var í mótun naut stílfræði hins vegar vaxandi vinsælda við marga erlenda háskóla. Þegar frá eru taldar fáeinar ritgerðir um stíl fornsagna og einstakra síðari tíma höfunda var hins vegar úr litlu að moða í þeim efnum þótt ræst hafi úr síðar. Þórbergur Þórðarson ritaði á sínum tíma fræga ritgerð um stíl, það er ritgerðin „Einum kennt - öðrum bent.“ Tilefnið var útgáfa Hornstrendingabókar. Þar ræðir skáldið um þrjú stílfyrirbæri sem hann nefnir uppskafningu, lágkúru og rugling og telur helstu neikvæðu stílseinkenni samtímans. Hann segir m.a.: „Uppskafningin er íburðarmikill klónabúningur sem höfundar bregða yfir sig þegar þá langar til að taka sig sérstaklega „kúnstneriskt" út á sýningarsvið- inu og gerast þá skáldlegir í meira lagi. I Hornstrendingabók verður þessi sýningarsýki stundum beinlínis hryllileg. Höfundurinn er að segja einfalda sögu og segir hana látlaust og prýðilega. En viti menn! Áður en hrekk- lausan lesanda minnst varir þyrlast frásögnin upp í fáránlegustu skrúfmælgi og dettur svo jafnsviplega niður í farvegu náttúrlegra málfars og aumingja lesandinn fálmar eftir svölunarandanum af forundrun. ... Uppskafningin í stílshætti er jafngömul steigurlæti mannssálarinnar og getur opinberast í margskonar teiknum og undrum eftir upplagi höfunda og menntun.“ (Bls. 635-6). Um lágkúruna segir höfundurinn: „Lágkúran er (því) gamall og mjög þrálátur kvilli í bókmenntum íslendinga en orsök hennar er það sálarástand höfundanna sem kallað er menningarleysi. Þessir kalblettir í sálarlífi þeirra er bækur rita eru aftur aðeins litlar skellur í miklu víðáttumeiri menning- arauðnum. Það er menningarleysi og lágkúruskapur þjóðl.ífsins, þessi fjósa- mennska í þjóðarsálinni sem einangrun og örbirgð margra alda hefur gert að okkar innra manni.“ (Bls. 644). Það vakti athygli mína við lestur þessarar ritgerðar Þórbergs - svo skyn- samleg og merk hún er - að hann beinir lesandanum hvergi á leið til að fága mál sitt. Hann finnur uppskafningu, lágkúru og rugling og bendir réttilega á smekkleysur. En hvar er hina sígildu og farsælu viðmiðun að finna? Þórbergi yfirsést Twentieth Century, (bls. 256). 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.