Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 38
Viktor Shklovskij (f. 1893 in St. Petersburg, d. 1984 í Moskvu) var
hvað áhrifamestur rússnesku formalistanna snemma á tuttugustu öld og
hefur m.a. ritað greinina „Listin sem tækni“ sem birst hefur í íslenskri þýð-
ingu Arna Bergmanns fyrir u.þ.b. tveimur áratugum. Þar er að mínu viti
að finna margar þær meginreglur sem gilda í samtímanum um stílfræði.
Grundvallarhugtak í hugsun Shklovsijs er hugtakið framandgerving. Hann
vitnar í Herbert Spencer:
„Til grundvallar öllum reglum sem kveða á um val og notkun orða liggur
ein meginkrafa: að fara spart með athygli lesandans... I mörgum tilvikum
er það eina markmiðið og í öllum tilvikum aðalmarkmiðið að leiða hugann
eftir hinni greiðustu leið til þess skilnings sem óskað er eftir. Spencer var
einnig þeirrar skoðunar að gæði stíls væru undir þvi komin að koma sem
flestum hugsunum til skila með sem fæstum orðum.“s
Það er merkilegt að Shklovskij er ekki sáttur við þessar skoðanir Spencers
sem margir hafa tekið undir bæði fyrr og síðar og haft að meginmarkmiði
í rituðum texta. Að málið eigi að renna hnökralaust áfram. Shklovskij telur
þetta geta gilt um það sem hann kallar hagnýtt tungutak en ekki skáldskap
og alls ekki ljóð. Vegna þess að í skáldskap gildi allt önnur lögmál, þar má
textinn ekki renna áfram átakalaust heldur hið gagnstæða. Og hann færir
rök fyrir máli sínu. Hann segir m.a. „Þegar hlutur verður vélrænn, þá spör-
um við mest móttökukraftana... Tækni listarinnar er fólgin íþeirri aðferð að
gera hlutina framandi, þeirri aðferð að gera formið torvelt, að auka á erfiðleika
skynjunarinnar og teygja úr henni, þar eð skynjunarferlið er listrænt mark-
mið í sjálfu sér og verður því að framlengja. Listin er aðferð til að upplifa
hvernig hlutur verður til en það sem þegar hefur verið búið til skiptir ekki
máli í list... Þegar við höfum séð hluti nokkrum sinnum förum við að kann-
ast við þá: hluturinn er frammi fyrir okkur, við vitum af því, en við sjáum
hann ekki. Þess vegna getum við ekkert sagt um hann sem máli skiptir.
Listin beitir mismunandi aðferðum til að taka hlutinn af sviði vélrænnar
skynjunar...“6
5 Shklovskíj, Viktor:
25.
6 Shklovskíj, Viktor:
28-30.
„Listin sem tækni.“ Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Reykjavík 1991, bls.
„Listin sem tækni.“ Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Reykjavík 1991, bls.
36