Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 47

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 47
var úr kynningarheftunum við sérstök tækifæri og sjálf kynnti ég þýðinguna frá ýmsum sjónarhornum í allnokkrum íyrirlestrum hérlendis, í Þýskalandi og í Austurríki. í upphafi verksins var ætlunin að ráða málfarsráðunauta sem ynnu með þýðendum. Þannig var einnig farið af stað og óskaði Sigurður Orn eftir því að ráða séra Heimi Steinsson sér til liðsinnis. Heimir las báðar Konungabækurnar og Kronikubækurnar og fór yfir þær með Sigurði Erni áður en þeim var skilað í hendur þýðingarnefndar. Nokkrir yfirlesarar komu að íyrstu þýðingum Jóns Gunnarssonar. Þeir voru: Álfrún Gunnlaugsdóttir prófessor, Astráður Eysteinsson prófessor og Vilhjálmur Arnason prófessor. Erfitt var að fá ráðunautana til að lesa fleiri en eina bók sakir anna en öll unnu þau Álfrún, Ástráður og Vilhjálmur mjög gott starf. Það var ekki fyrr en Sigurður Örn vann að þýðingu Saltarans að hann óskaði eftir því að ljóðskáld ynni með honum. Snemma árs 1996 stóð til að semja við Sigfús Daðason skáld sem ætlaði að lesa 22 sálma en hann varð vegna veikinda að segja sig frá verkinu. Síðar fékk Sigurður Þorgeir Þorgeirson skáld og þýðanda til liðs við sig og unnu þeir að fyrstu sálmunum. Þorgeir kom með þýðanda á tvo fundi nefndarinnar og áttum við saman gagnlegar og fróðlegar samræður um textann. Samvinna þeirra Þorgeirs og Sigurðar Arnar entist þó ekki lengi. 5. Túlkun á orðum erindisbréfsins En hverfum aftur til erindisbréfsins. Ef ég lít um öxl og horfi yfir vinnu næstum tveggja áratuga minnist ég þess oft hve erfitt það gat verið að finna lausn sem ekki stangaðist á einhvern hátt á við efni þess, Nákvæm þýðing úr frummálunum og tryggð við íslenska biblíuhefð áttu ekki alltaf sam- leið og hvora leiðina skyldi þá velja? Það átti einnig að taka tillit til breiðs lesendahóps. Það var vart unnt að skilja á annan hátt en þann að sem flestir ættu að geta lesið Biblíuna sér til gagns og ánægju og fylgt textanum fyrirhafnarlítið jafnt í lestri sem við hlustun. I erfiðum versum gat þetta auðveldlega stangast bæði á við stíl frumtextans og biblíuhefðina? Gátum við leyft okkur að taka úr eldri textum öll þau orð sem við töldum að ekki allir landsmenn skildu og valið önnur hversdagslegri og algengari til þess að lesendahópurinn yrði sem allra breiðastur? Væri þá ekki verið að vinna spjöll 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.