Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 48
á íslenskri tungu og biblíuhefðinni og værum við ekki að auka við orðfæðina
í stað þess að vekja áhuga lesandans á að leita uppi og læra orð sem hann
þekkti ekki? Hvað er í raun átt við með orðinu kirkjubiblía? Þessar spurn-
ingar og margar, margar fleiri glímdi þýðingarnefnd Gamla testamentisins
við árum saman, og síðar einnig Nýja testamentisnefndin, og báðar reyndu
að bregðast við þeim eftir bestu getu hverju sinni.
Vissulega mótuðu íslenskar biblíuþýðingar málfar Islendinga þegar fátt
var til sem glapti og biskupsstólarnir réðu framan af yfir prentverkinu.
Almenningi gafst ekki kostur á að eignast Biblíu fyrr en Vajsenhúsbiblía
var gefin út 1747. Eg vil til gamans benda á áhrifamátt bókarinnar þegar
kom að vali nafna á börn og textar Biblíunnar voru orðnir mönnum hand-
gengnari en áður. Biblíunöfnum, einkum karlmannsnöfnum, stórfjölgaði á
síðari hluta 18. aldar og í manntalinu 1801 má t.d. finna nöfnin Asarías,
Elíeser, Jeremías, Jóab, Jósúa, Manasse, Obeð, Ónesímus, Sakkeus, Abígael, Jael,
Júdit, Naómí, Rut og mörg fleiri (Guðrún Kvaran 2007/2008). Sjálf er ég
þó þeirrar skoðunar að postillurnar hafi haft enn meiri áhrif á málfarið en
sjálf Biblían, sérstaklega Vídalínspostilla á 18. öld, en þáttur postillanna í að
viðhalda góðu máli hefur ekki verið nægjanlega rannsakaður. Það stendur
vonandi til bóta en ég hef sjálf verið að skoða málið á Vídalínspostillu um
nokkurt skeið. Þáttur Biblíunnar í að móta málfar komandi tíma hygg ég
að verði ekki eins ríkur og á liðnum öldum. Framandi straumar skella á
almenningi dag hvern, erlendar tungur glymja látlaust í eyrum.
Eg spurði hvað átt væri við með orðinu kirkjubiblía. Auðveldast er að
skilja orðið þannig að átt sé við Biblíu sem notuð er við kirkjulegar athafnir
og í kirkjulegu starfi. Það þarf að vera auðvelt að lesa upp úr henni þannig
að áheyrandinn haldi þræði. Þeir sem handgengnir eru þýðingunni á Gamla
testamentinu frá 1912/14 verða því varir við talsverðar breytingar á orðaröð
og setningaskipan og þurfa að venjast nýjum texta.
Gunnlaugur A. Jónsson ritaði um þýðingarstarf Haralds Níelssonar og
hafði m.a. þetta um markmið þáverandi þýðenda að segja (1990b: 59):
Þýðingarnefndin lagði mesta áherslu á að þýðingin væri „nákvæm og trú,
þannig að orð svari orði og málsgrein málsgrein í frumtexta og þýðingu.“ Svo
mikil áhersla var lögð á þetta að nefndarmenn settu það ekki fýrir sig „þótt
þýðingin fyrir þessa sök víða kunni að þykja miður íslenzkuleg“.
46