Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 48
á íslenskri tungu og biblíuhefðinni og værum við ekki að auka við orðfæðina í stað þess að vekja áhuga lesandans á að leita uppi og læra orð sem hann þekkti ekki? Hvað er í raun átt við með orðinu kirkjubiblía? Þessar spurn- ingar og margar, margar fleiri glímdi þýðingarnefnd Gamla testamentisins við árum saman, og síðar einnig Nýja testamentisnefndin, og báðar reyndu að bregðast við þeim eftir bestu getu hverju sinni. Vissulega mótuðu íslenskar biblíuþýðingar málfar Islendinga þegar fátt var til sem glapti og biskupsstólarnir réðu framan af yfir prentverkinu. Almenningi gafst ekki kostur á að eignast Biblíu fyrr en Vajsenhúsbiblía var gefin út 1747. Eg vil til gamans benda á áhrifamátt bókarinnar þegar kom að vali nafna á börn og textar Biblíunnar voru orðnir mönnum hand- gengnari en áður. Biblíunöfnum, einkum karlmannsnöfnum, stórfjölgaði á síðari hluta 18. aldar og í manntalinu 1801 má t.d. finna nöfnin Asarías, Elíeser, Jeremías, Jóab, Jósúa, Manasse, Obeð, Ónesímus, Sakkeus, Abígael, Jael, Júdit, Naómí, Rut og mörg fleiri (Guðrún Kvaran 2007/2008). Sjálf er ég þó þeirrar skoðunar að postillurnar hafi haft enn meiri áhrif á málfarið en sjálf Biblían, sérstaklega Vídalínspostilla á 18. öld, en þáttur postillanna í að viðhalda góðu máli hefur ekki verið nægjanlega rannsakaður. Það stendur vonandi til bóta en ég hef sjálf verið að skoða málið á Vídalínspostillu um nokkurt skeið. Þáttur Biblíunnar í að móta málfar komandi tíma hygg ég að verði ekki eins ríkur og á liðnum öldum. Framandi straumar skella á almenningi dag hvern, erlendar tungur glymja látlaust í eyrum. Eg spurði hvað átt væri við með orðinu kirkjubiblía. Auðveldast er að skilja orðið þannig að átt sé við Biblíu sem notuð er við kirkjulegar athafnir og í kirkjulegu starfi. Það þarf að vera auðvelt að lesa upp úr henni þannig að áheyrandinn haldi þræði. Þeir sem handgengnir eru þýðingunni á Gamla testamentinu frá 1912/14 verða því varir við talsverðar breytingar á orðaröð og setningaskipan og þurfa að venjast nýjum texta. Gunnlaugur A. Jónsson ritaði um þýðingarstarf Haralds Níelssonar og hafði m.a. þetta um markmið þáverandi þýðenda að segja (1990b: 59): Þýðingarnefndin lagði mesta áherslu á að þýðingin væri „nákvæm og trú, þannig að orð svari orði og málsgrein málsgrein í frumtexta og þýðingu.“ Svo mikil áhersla var lögð á þetta að nefndarmenn settu það ekki fýrir sig „þótt þýðingin fyrir þessa sök víða kunni að þykja miður íslenzkuleg“. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.