Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 49
1 tilvitnun Gunnlaugs var verið að vísa til rits Hallgríms Sveinssonar,
Fyrsta bók Móse Genesis í nýrri þýðingu eftir frumtextanum, sem gefið var
út 1899.
Þýðingarnefnd Gamla testamentisins taldi aftur á móti einkenni góðs
íslensks stíls fólgin í því að hafa setningar stuttar, án margra innskotssetn-
inga. Því var reynt að forðast langar málsgreinar en brjóta þær upp með því
að setja punkt og byrja nýja aðalsetningu og er þar um talsverðan mun að
ræða frá næstu þýðingu á undan. Með þessu móti tókst að losna við nánast
öll þankastrikin sem einkenndu útgáfuna frá 1912/14. Eins og Gunnlaugur
benti á var í þeirri þýðingu fylgt stefnu tíðarandans að þýða orð með orði
og setningu með setningu sem kallaði mjög á innskotssetningar. Af því sem
ég hef heyrt þykir nýr texti áheyrilegri í upplestri og renna betur.
Beinni ræðu er oftast haldið í nýju þýðingunni en þó hefur komið fyrir
að beinni ræðu hefur verið breytt í óbeina, einkum þar sem bein ræða kemur
inn í beina ræðu, sem þegar er hafin, og betur fer á í íslensku að leysa aðra
upp. Við reyndum að fara sparlega með þetta og sjálfsagt hefði mátt gera
þetta mun oftar.
Reynt var að forðast nástöðu orða með því að breyta um orð, oftast
sögn, þótt hebreskan hefði sama orðið á báðum stöðum. Af sömu ástæðu
voru orð stundum felld niður sem tvítekin eru í hebresku þar sem betur
fer á því í íslensku að endurtaka ekki. Dæmi um þetta eru eignarfornöfn í
upptalningu. Illa fer á því að tilgreina þau með hverju nafnorði þótt eignin
sé tilgreind svo í hebresku. I stað sonur minn og dóttir mín þótti aðstand-
endum þýðingarinnar fara betur á að segja sonur minn og dóttir í samræmi
við íslenska málhefð. Það verkar oft annkannalega á íslenskan lesanda að
sjá hið sama sagt tvisvar með örlitlum orðalagsmun þar sem fyrri staðurinn
einn nægir. Það samræmist illa hinum knappa stíl íslenskunnar. Reynt var
þó að fara varlega með þetta.
Þá var iðulega notað fornafn í framhaldi af nafnorði þar sem hebreski
textinn hefur nafnorð á báðum stöðum og sett voru inn fornöfnin hann og
hún eða önnur fornöfn eftir því sem við átti hverju sinni. Þarna er ekki um
merkingarmun að ræða, aðeins um mun á stíl og tungumálum. Við felldum
einnig brott endurtekin lýsingarorð og forsetningar í upptalningu þar sem
þeim var ofaukið í íslensku. Sem dæmi mætti nefna samband eins og til
47