Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 57
testamentisins fékk ekki í hendur eftir kirkjuþingið neina samþykkt um
hvernig endurskoða ætti málfarið. Henni barst hins vegar í maí árið 2000
bréf frá jafnréttisnefnd kirkjunnar þar sem minnt var á jafnréttisáætlunina
og endurskoðun málfars út frá jafnréttissjónarmiðum. Það hefði óneitanlega
létt starf þýðingarnefndarinnar og síðar þýðingarnefndar Nýja testamentisins
ef um ákvörðun kirkjunnar hefði verið að ræða og línur hefðu verið lagðar
um það málfar sem hún hefði orðið sammála um.
I bréfi jafnréttisnefndar voru tvö atriði óskum hennar til skýringar. Hið
fyrra var um notkun orðsins maður. f bréfinu stendur: ,,Það er ljóst að notk-
un þessa hugtaks skapar ákveðið vandamál, þar sem það merkir stundum
,,karl og kona“ og stundum ,,karl““. Hitt atriðið er um að karlkynsorðum
verði stundum breytt í hvorugkyns orð, orðinu sonur verði stundum breytt
í barn og bróðir í bróðir og systir eða systkin. Dæmið sem jafnréttisnefndin
tók var úr Matteusarguðspjalli 25. kafla, 40 versi þar sem stendur: ,,allt sem
þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra það hafið þér gjört mér.“ Þessu
versi var lítið breytt í nýju þýðingunni. Sagnmyndunum gjörðuð og gjört
var breytt í gerðuð og gert.
Lítum fyrst aðeins á orðið maður. Gömul hefð er fyrir notkun þess,
það hefur haft tvenns konar aðalmerkingu allt frá fommáli og sú tvöfalda
merking virðist ekki hafa valdið vandræðum að því er séð verður. Hún er
lifandi í föstum orðasamböndum og málsháttum eins og maður er manni
líkur, það heyrist ekki mannsins mál, gera mann úr einhverjum, margt er
um manninn, klæðin gera manninn, svo er margt sinnið sem maðurinn
er, þangað koma menn sem menn eru fyrir, maðurinn deyr en mannorðið
ekki og svona mætti telja.2
I Studia theologica Islandica 2002 birtust tvær greinar um þetta efni.
Onnur er eftir Arnfríði Guðmundsdóttur, dósent við guðfræðideild, en hin
er eftir Agústu Þorbergsdóttur, sérfræðing á Stofnun Arna Magnússonar í
íslenskum fræðum. Þær koma báðar að orðinu maður og notkun þess, hvor
á sinn hátt. Arnfríður skrifaði (s. 70):
2 Nýlega rakst ég á litla klausu, sem séra Jónas Jónasson á Hrafnagili, sem þjónaði Stóruvallakirkju
á Landi 1883-1884, ritaði í eina af vasabókum Björns M. Olsens, sem var þá að safna orðum
og orðfæri úr mæltu máli á Suðurlandi: „maðr - homo, menneske. Hún er myndarmaðr, hún
er vænsti maðr, hún er gæðamaðr“.
55