Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 59

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 59
Þýðingarnefndirnar vildu ekki hrófla við aldagamalli hefð og héldu því oftast orðinu óbreyttu en stöku sinnum var skipt á því og orðinu fólk ef betur þótti fara af samhenginu. Málþing var haldið um þetta efni á vegum ýmissa aðila í október 2004 og komu þar greinilega fram mjög skiptar skoðanir. Séra Sigurður Ægisson birti hugvekju í Morgunblaðinu 3. október 2004 þar sem hann ræddi m.a. um sálma sem hann taldi eingöngu vísa til karla og sagði sjónarmiðum kvenna til stuðnings: Og gamla tuggan, um að þær séu líka menn, er bæði þvæld og vitlaus og passar ekki inn í þessa umræðu. Ég myndi á líkan veg aldrei geta haft yfir kvenkynjaðan sálm þótt ég sé mannvera. Þessari hugvekju svaraði Guðrún Þórhallsdóttir í grein í Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember sama ár en hún hefur helst talað gegn breyt- ingunni á karlkyni fleirtölu í hvorugkyn fleirtölu. Um það má lesa í grein eftir Guðrúnu í Lesbókinni 9. febrúar 2008. Af umræðum að dæma, sem fram komu eftir að Biblían kom á markað í október, virðast sumir andvígir því að breyta brœður í bræður og systur eða systkin og kem ég að þeim athugasemdum síðar (11.1). Einnig var fundið að því að hvorugkynsmyndin þau væri ekki notuð mun oftar. Ýmsir vildu ganga svo langt að nota fornafnið þau á eftir orðinu lærisvein- ar þar sem lærisveinar Krists hefðu bæði verið karlar og konur. Fylgjendur Jesú voru nefndir lærisveinar og tekur orðið annars vegar til stórs hóps fylgjenda hans og hins vegar til þrengri hóps fylgjenda en hvor tveggja hópurinn taldi bæði konur og karla. Innsti hringur lærisveinahópsins voru „hinir tólf‘ sem voru nafngreindir tólf karlmenn og nefndir postular. Þótt verið sé að tala um stóran hóp fylgjenda af báðum kynjum verður fornafnið sem fylgir að vera í karlkyni. Það samræmist ekki íslenskri málfræði að nota hvorugkynsmyndina þau á eftir nafnorði í karlkyni. Því er fornafnið ávallt í karlkyni þegar það vísar beint til orðsins lærisveinar \>ótt hópurinn hafi verið blandaður. í formála biskups að kynningarhefti Nýja testamentisins er vikið að þessu atriði (2005:8). Þar stendur: „Þegar stærri lærisveinahópurinn er ávarpaður er notað hvorugkyn fleirtölu þegar það brýtur ekki augljóslega 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.