Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 61
þess að geta látið ljós sitt skína. Flestir þeirra sem birt hafa athugasemdir
í fjölmiðlum eru ekki á skrám þýðingarnefndanna um þá sem sendu inn
athugasemdir við kynningarheftunum. Eg mun nú rekja það helsta sem mér
er kunnugt um:6
11.1 Brœður ogsystur, systkin og hvorugkyn fleirtölu
I bréfi jafnréttisnefndar (sjá 10. kafla) var vikið að orðinu bróðir og óskum
um að því yrði breytt í brœður og systur eða systkin þegar átt væri við
blandaðan hóp karla og kvenna. Þar snýst málið um hvort breyta eigi út
frá biblíuhefðinni, hvort fara megi með viðfangsmálið að vild. Sögusvið
Biblíunnar gerist í þjóðfélagi þar sem karlar réðu mestu og andi textans
endurspeglar þetta þjóðfélag og hugmyndir þess. Ég sjálf tel ekki að vísvitandi
sé verið að niðurlægja konur þótt ávarpsorðin hefðu áfram verið „góðir
bræður“ víða í bréfum Nýja testamentisins. Hugmyndin um sérstaka stöðu
karlmannsins er ævaforn og lifir víða góðu lífi enn þann dag í dag.
í verklýsingu þýðingarnefndar Nýja testamentisins, sem hún fékk í upp-
hafi starfs síns, var ekki minnst á orðið br&ður. Þar kemur aðeins fram að
stefnt skuli að því að hvorugkyn fleirtölu sé sett í stað karlkyns fleirtölu þar
sem fjallað er um bæði kynin. Það varð ofan á hjá
þýðingarnefndinni að birta víðast hvar systkin í stað brœður í kynning-
arheftinu sem lagt var í dóm eftir að þýðingarnefndinni barst í hendur sam-
þykkt stjórnar Hins íslenska Biblíufélags í júní 2004. Þar stendur:
Leitast verði við að koma til móts við kröfur um mál beggja kynja. Jafnframt
verði á engan hátt raskað grundvallaratriðum íslenskrar málfræði og hefðar.
Þannig verði orðið ,,systkin“ í stað ,,bræður“ í ávarpi bréfa Nýja testamenti-
sins og annars staðar þar sem gera má ráð fyrir að konur séu meðal lesenda
eða áheyrenda.
I formála að tíunda kynningarheftinu eru lesendur beðnir um að taka
afstöðu til nokkurra atriða og þeirra á meðal ,,máls beggja kynja“. Þar
kemur fram að endurskoðunarnefndin leggi til að yfirleitt sé notað hvorug-
kyn fleirtölu þar sem fjallað sé um bæði karla og konur. Þetta er rétt svo
6 Blogg um textann hef ég ekki lesið.
59