Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 69
taka sæng sína - taka rekkju sína (17.11.):
Fundið var að því að sœng skyldi breytt í rekkju í Jóh 5.8. Breytingin var
gerð í þýðingunni 1981. Orðið rekkja kemur fyrir á nokkrum stöðum í
Nýja testamentinu og notar grískan þar tvö orð. I Matteusi 9.1-8 er notað
nafnorðið kliné sem er motta, dýna, beddi sem betlarar báru eða lamað fólk
lá á, m.a. þegar það betlaði, og var síðan borið um í. í 1912/14 er þýtt:
„Statt upp tak rekkju þína og far heim til þín.“ I Markúsi 2.1-12 er notað
orðið krdbatos sem er sömu merkingar en þýtt með satng í 1912/14. Hjá
Lúkasi 5.17-26 er notað orðið kliné eins og hjá Matteusi og reyndar líka
klinídion, með smækkunarendingu. Þar stendur í 1912/14: „tak rekkju þína
og far heim til þín.“ í Jóh 5.8 er í 1912/14 þýtt: „tak sæng þína og gakk“.
Þar er að baki sama gríska orðið og í Markúsi. Þýðendur 1912/14 hafa viljað
greina milli grísku orðanna tveggja og því gripið til tveggja íslenskra orða.
Bæði grísku orðin benda til að þarna sé um að ræða bedda eða börur og
töldu þýðendur 1912/14 og 1981 rekkju skýrara en orðið steng, sem fram
að því hafði verið notað, sjálfsagt vegna þess að sæng í merkingunni ‘rekkja,
rúm’ er nánast horfið úr máli manna nema í föstum orðasamböndum.
2. Óbreytt en betur væri breytt (22.10.):
lofsyngja e-m - lofsyngja e-ð (22.10.)
Gagnrýnt var að þágufall væri notað á eftir sögninni að lofsyngja. Allt
frá miðri 16. öld eru dæmi um að sögnin hafi stýrt þágufalli, a.m.k.
í máli kirkjunnar. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er
úr Corvins postillu sem Oddur Gottskálksson þýddi og kom út 1546.
Dæmið er svona: „i midium flocki þeirra manna ed honum lofsungu.“
Guðbrandur Þorláksson notaði einnig þágufall í biblíuþýðingu sinni
1584: „Þacked DROTTNI med Horpuslætte / og lofsynged honum a
tiu Streingiahliodfære.“ Mörg fleiri dæmi má finna í ritmálssafninu.
Hallgrímur Pétursson orti: „dugar þá ekki að dragast í hlé / þar vil ég
lofsyngja drotne“. í Vídalínspostillu frá 1722 er þetta dæmi: „var sw
hanns Ydia ad Lofsyngia Gude og Fodur.“ Úr Viðeyjarbiblíu má nefna:
„Eg skal lofsýngja Drottni, því hann hefir gjort mér vel til“ og „Eg vil
lofsýngja Drottni, því hann hefir sig med dásemdum dýrðlegan gj0rt“.
í þekktum jólasálmi, Sjá, himins opnast hlið, segir: „þakka'og lofsýng
67