Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 75
1859: edur hvad fórud þér ad sjá? hvort mann skrautbúinn?
1866: Eður hvað fóruð þér að sjá? Hvort mann mjúkklæddan?
1912/14: Eða hvað fóruð þér út að sjá? Mann mjúkklæddan?
Af þessum dæmum má sjá að 1841 og 1859 nota skrautbúinn en ekki
mjúkklœddur.
Oddur þýddi eftir Lúther sem hafði „einen Menschen in weichen
Kleidern". Ef litið er í erlendar Biblíur má sjá að King James notar
„soft raiments“, New English Bible „a man in silks and satins“ og
Die gute Nachricht „in vornehmer Kleidung“. Nýja danska þýðingin frá
1993 hefur hér „Et menneske i fornemme klæder“ og sú sænska frá 2000
„En man i fina kláder“.
Orðið mjúkklœddur er ekki í Islenskri orðabók (2002) og ekki heldur í
Islensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals. Biblíuhefðin mælir með mjúk-
klœddur en skilningur samtímans ekki. Nýja þýðingin fylgir hér erlendum
þýðingum sem leggja áherslu á að koma merkingunni til skila.
Hafa á orðum e-s - láta tala af sér
Fundið var að því að sambandinu hafa á orðum hans í Lúk 20.20 hefði verið
breytt í láta tala afsér en þýðingarnar frá 1866 til 1981 höfðu notað hafa á
orðum. I Viðeyjarbiblíu stendur „ad þeir gjæti feingid á ordum hans“ og eins
í 1859 „að þeir gætu feingid á ordum hans“. Oddur þýddi 1540: „veiða
hann í orðum“ og er sú lausn góð en einnig þýðingin 2007 „að fá hann til
að tala af sér“ sem nær því vel sem átt er við, þ.e.a.s. um það er menn voru
gerðir út er þóttust vera einlægir (orðrétt: réttlátir) til þess að „epilabóntai
autou logou“, þ.e. taka á orðum hans, grípa orð hans, í þeim tilgangi að
fá hann framseldan. Orðasambandið hafa á orðum e-s er sjaldgæft, finnst
t.d. ekki í Mergi málsins 2006 eftir Jón G. Friðjónsson, og því mikilvægt til
skilnings á textanum að skipta því út fyrir aðra þýðingu.
11.6 Biblía langömmu Halldórs Blöndals
Síðasta umfjöllunin, sem ég ætla að víkja að, birtist í Morgunblaðinu 24.
febrúar 2008 á síðu 6 sem pistill. Höfundur er Halldór Blöndal fýrrverandi
alþingismaður. Hann lauk nýju þýðingunni upp og lenti á Lúkasarguðspjalli
73