Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 76

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 76
5. kafla. Þar segir Jesús við Símon: ,,Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“ Þetta þótti Halldóri illa sagt í nýju þýðingunni og sömuleiðis ,,tak rekkju þína og gakk“ (Jóh 5.8). Hann fletti því upp í Biblíu langömmu sinnar og fann að hans dómi betri þýðingu á versinu í Lúkasi. Pistlinum lýkur Halldór á þessum orðum: ,,Mér fellur ekki nýja þýðingin á biblíunni. Mér finnst þörfin kalla á að gamla biblían verði gefin út að nýju svo að fólk geti haft þá biblíu hjá sér sem það ólst upp við.“ En hvaða gömlu Biblíu átti langamma Halldórs? Þegar hefur verið rætt um rekkjuna en lítum á hitt dæmið í eldri Biblíum: 1981: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar. 1912/14: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskidráttar. 1866: legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskidráttar. 1859: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiski. 1841: legg þú út á djúpid, og leggid net ydar til fiski. 1747: far þu ut a Diuped, og kasted Nete ydar ut, so ad þier draged eirn Draatt. 1540: leysit net ydar til fiski drættar. Ef um prentvillu er að ræða hjá Oddi endurtekur hún sig í þýðingu hans á Corvins Postillu 1546. Ekkert er á móti því að leggja net til fiskjar. Róið er til fiskjar, farið er til fiskjar, aflað er til fiskjar, gengið er til fiskjar. Ef Halldór vill láta endurprenta gömlu Biblíu langömmu sinnar þá hlýtur það að vera útgáfan frá 1866. Hann vitnar nefnilega einnig í orð Símonar sem sagði samkvæmt Halldóri: „eptir þínu orði vil eg leggja netið“. Þetta er tekið úr útgáfunni frá 1866 þar sem í 1912/14 stendur: ,,en eftir orði þínu vil eg leggja netin“. Er það ekki til of mikils mælst að endurprenta 1866? 12. Niðurlag Það er erfitt verk að þýða Biblíuna. Aldrei er unnt að gera svo öllum líki. Breytingar á orðalagi eða á vali einstakra orða eru oftast smekksatriði og um smekk er erfitt að deila. Umdeilanlegt er einnig hvað er gott íslenskt mál. Við höfðum það að leiðarljósi að fyrna ekki málið um of, nota vandað og 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.