Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 76
5. kafla. Þar segir Jesús við Símon: ,,Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar
til fiskjar.“ Þetta þótti Halldóri illa sagt í nýju þýðingunni og sömuleiðis
,,tak rekkju þína og gakk“ (Jóh 5.8). Hann fletti því upp í Biblíu langömmu
sinnar og fann að hans dómi betri þýðingu á versinu í Lúkasi. Pistlinum
lýkur Halldór á þessum orðum: ,,Mér fellur ekki nýja þýðingin á biblíunni.
Mér finnst þörfin kalla á að gamla biblían verði gefin út að nýju svo að fólk
geti haft þá biblíu hjá sér sem það ólst upp við.“ En hvaða gömlu Biblíu
átti langamma Halldórs? Þegar hefur verið rætt um rekkjuna en lítum á hitt
dæmið í eldri Biblíum:
1981: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.
1912/14: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskidráttar.
1866: legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskidráttar.
1859: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiski.
1841: legg þú út á djúpid, og leggid net ydar til fiski.
1747: far þu ut a Diuped, og kasted Nete ydar ut, so ad þier draged
eirn Draatt.
1540: leysit net ydar til fiski drættar.
Ef um prentvillu er að ræða hjá Oddi endurtekur hún sig í þýðingu hans
á Corvins
Postillu 1546. Ekkert er á móti því að leggja net til fiskjar. Róið er til
fiskjar, farið er til fiskjar, aflað er til fiskjar, gengið er til fiskjar. Ef Halldór
vill láta endurprenta gömlu Biblíu langömmu sinnar þá hlýtur það að vera
útgáfan frá 1866. Hann vitnar nefnilega einnig í orð Símonar sem sagði
samkvæmt Halldóri: „eptir þínu orði vil eg leggja netið“. Þetta er tekið úr
útgáfunni frá 1866 þar sem í 1912/14 stendur: ,,en eftir orði þínu vil eg
leggja netin“. Er það ekki til of mikils mælst að endurprenta 1866?
12. Niðurlag
Það er erfitt verk að þýða Biblíuna. Aldrei er unnt að gera svo öllum líki.
Breytingar á orðalagi eða á vali einstakra orða eru oftast smekksatriði og um
smekk er erfitt að deila. Umdeilanlegt er einnig hvað er gott íslenskt mál.
Við höfðum það að leiðarljósi að fyrna ekki málið um of, nota vandað og
74