Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 84

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 84
brautryðjanda „hugsvifastefnunnar“, það er rómantíkurinnar.17 Þau áhrif hafa þó ekki legið á sviði guðfræðinnar heldur falist í því að sveigja huga Tómasar almennt að hinum nýju mennta- og menningarstraumum sem Steffens var einn fyrsti boðberi fyrir í Kaupmannahöfn. Vandinn við greiningu Jóns Helgasonar á guðfræði afa síns kemur þó fram í því að hann lýsti Tómasi sem „ákveðnum Krists-trúar-manni.“18 En einmitt á þennan hátt lýsti hann einnig grunninum að guðfræði Hannesar Finnssonar (1739-1796) biskups þegar hann sagði að Hannes hafi verið „einlægur trúmaður og meira að segja í jákvæða kristilega átt, þ.e. Krist- trúarmaður“.19 Þar sem Hannes var af allt annarri kynslóð og mótaður af öðrum guðfræðistefnum en Tómas læðist sá grunur að gagnrýnum athug- anda að Jóni Helgasyni hafi hætt til að sjá sömu grunnþætti í guðfræði þeirra einstaklinga sem hann valdi sér til umfjöllunar. Jafnframt væri þá um uppistöðuna í hans eigin guðfræði að ræða en vissulega má lýsa Jóni Helgasyni sjálfum sem Kriststrúarmanni. Þá má einnig benda á að hug- takið er ærið opið og lýsir frekar trúarafstöðu en guðfræðilegum áherslum. Loks ætti hugtakið að eiga við um kristna menn almennt. Þrátt fyrir þær efasemdir sem hér hafa verið látnar í ljós má færa rök að því að hugtak það sem hér um ræðir geti þjónað tilgangi til að lýsa guðfræðilegri stöðu Hannesar Finnssonar og Tómasar Sæmundssonar hvors á sinni tíð í þrengri merkingu en látið var að liggja. Hér að framan er litið svo á að Tómas hafi verið guðfræðingur á mörkum upplýsingar og nýrrar hefðbundnari og kirkjulegri stefnu sem leysti upp- lýsinguna af hólmi. Hannes Finnsson hafði raunar svipaða stöðu í upphafi upplýsingartímans. Höfundur þessarar greinar hefur lýst honum sem einum fyrsta fulltrúa frumupplýsingarinnar hér á landi.20 Með frumupplýsingu (,aufgeklárte/verniinftiege Orthodoxie) er átt við stefnu sem kostaði kapps um að samþýða arfinn frá rétttrúnaðinum og píetismanum þar sem það átti við með nýjum áherslum upplýsingartímans á grundvelli þess grundvallarvið- horfs að skynsemi og opinberun væru tvær leiðir til gildrar trúarlegrar þekk- 17 Jón Helgason 1941: 135-136. Hultberg 1983: 45-49. 18 Jón Helgason 1941: 138. 19 Jón Helgason 1936: 223. 20 Hjalti Hugason 1990: 132-134. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.