Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 92
full þinnar gódgirni.“54 ÞegarTómas þó kaus að nefna fyrst opinberun Guðs
í náttúrunni liggur nærri að horfa til upplýsingarguðfræðinnar. Henni var
tamara að vísa til almennrar opinberunar Guðs í náttúrunni en sértækrar
opinberunar hans í Orðinu eða Kristi. Tómas vék þó ekki aðeins að hinni
ytri opinberun heldur benti á að Guð tali einnig til mannsins í hugskoti
hans. Kvað hann að þar væri vissulega að finna tilfinningar og fysnir sem
binda manninn við þennan heim en
... so eru þar og adrar, sem ekkjert eiga vid heiminn edur hid jardneska
skilt, sem opna þjer nía fullkomnari verold, sem ekkjert líkamlegt auga hefur
sjed, sem leida þjer fyrir hugskotsjónir þad sem fagurt er og satt og gott og
filla hjarta þitt óumrædanlegri sælu og unadsemd.55
Þarna stendur einstaklingurinn frammi fyrir Guði og sínum innra manni.
Mögulegt væri að ræða um sálræna opinberun Guðs í þessu sambandi.
Kemur þar fram hugsæilegt eða „idéalískt" sjónarhorn sem kann að vitna
um áhrif rómantíkurinnar á hugarheim Tómasar. I framhaldinu vísaði
Tómas svo til hinnar siðrænu opinberunar í samviskunni, sem „gledur
[manninn], áminnir og straffar, eins og breitni hans er til“.56
Athygli vekur að texti Tómasar, orðfærið og stíllinn, virðist mjög mótaður
af biblíulegu málfari. Þá virðist og mega finna áhrif frá orðum Agústínusar
kirkjuföður í Játningum hans er Tómas segir að sá sem „flækjist í heimsins
volki“, þjáður erfiði og þunga finni „annad veifid til tómleika alls hins jard-
neska“.57 Þá hvíld sem Tómas telur manninum eðlislægt að leita við slíkar
aðstæður telur hann ekki vera að finna á jörðinni
...því allt er þar ófullkomið og hverfult. 011 er skjepnan hjegómanum
undirorpin og hefur þá von, ad hún fríud verdi úr ánaud daudlegs edlis til
dírdlegs frelsis gudsbarna.58
54 Orðalagið fellur að þeirri þýðingarhefð sem ríkti frá Guðbrandsbiblíu 1584 til Viðeyjarbiblíunnar
1841. Vera má þó að Tómas vitni til eftir minni.
55 Tómas Sæmundsson 1841: 3.
56 Tómas Sæmundsson 1841: 3.
57 Tómas Sæmundsson 1841: 3.
58 Tómas Sæmundsson 1841: 3.
90