Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 96
í aðfararæðunni lagði Tómas þunga áherslu á breytni mannsins. Trúin
átti að hans mati að koma fram í verkum og líferni. Hinn kristni söfnuður
átti að vera „heilagur og óstraffanlegur“ og sérstaklega reið á að kennimenn-
irnir væru öðrum til eftirbreytni. Hér er þó hæpið að álykta sem svo að
Tómas hafi hafnað hinni lúthersku kenningu um að maðurinn réttlætist
af trú einni saman - sola fide - og aðhylltist verkaréttlætingu af einhverju
tagi. Slík áhersla gæti til dæmis átt rætur að rekja til hugmynda um þriðju
notkun lögmálsins sem svo er nefnd en í þeim felst að orð Guðs sé lögmál
er hafi sérstakt gildi fyrir hinn kristna söfnuð sem í breytni samkvæmt
því eigi að skera sig frá öðrum. Hugmyndir af þessu tagi koma til dæmis
fram hjá píetistum, sem og reformertu kirkjunni.69 Sjálfur leit Tómas svo
á að hann sækti hugmyndir sínar í þessu efni til Páls postula og þar með
kenningargrundvallarins í Nýja testamentinu en útleggingu sinni um gildi
verkanna lýkur hann með vísun í upphaf óðsins til kærleikans úr 13. kap.
Fyrra Korintubréfs (1.-2. v.).70
f aðfararæðinni má einnig fá glögga mynd af kirkjuskilningi Tómasar og
er grundvöllur hans þessi:
Sá sem á jordunni hóf ríki sannleikans, sendi einnig þángað sinn heilaga
anda til að leida hina trúudu í allan sannleika, til að helga hjortu þeirra,
til ad safna ollum játendum kristi nafns útvortis í eitt fjelag, þ. e. kristilega
kirkju.71
Hér gætir háklassískrar kirkjufræði sem er til dæmis einn af hornsteinum
lúthersks kirkjuskilnings. Það vekur þó athygli að kirkjuskilningur Tómasar
var samkirkjulegur eða ekumentskur. Hann lagði sem sé áherslu á að þrátt
fyrir ólíka kirkjusiði sem sums staðar einkennist af altarisþjónustu en ann-
ars staðar af boðun orðsins séu allar greinar kristninnar jafnvægar svo fremi
sem þær fylgi því einfalda og almenna boðorði „ad allt skuli framfara so, ad
menn uppbiggistF72
69 Benda má á að Tómas nefnir orð Guðs lög þegar hann krefst þess af sögnuði sínum að dæma
kenningu sína út frá orðinu sem viðmiðun. Tómas Sæmundsson 1841:17.
70 Tómas Sæmundsson 1841: 13-16. Sjá og Tómas Sæmundsson 1841: 18-19.
71 Tómas Sæmundsson 1841: 5. Um kirkjuna segir Tómas einnig: „...hún er brúdur Kristi, sú er
ekkjert saurugt má nærri koma...“ Tómas Sæmundsson 1841: 14-15.
72 Tómas Sæmundsson 1841: 6. Tómas leit greinilega svo á að kirkjusiðir væru mannasetningar,
94