Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 98

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 98
hann sá íslendingur sem komst í nánust kynni við reformerta kristni frá siðaskiptatímanum og fram á 20. öld. Aðdáun hans á reformertu kirkjunni kemur raunar heim og saman við lútherskar áherslur í guðfræði Tómasar. f báðum tilvikum lagði hann áherslu á kennivald Nýja testamentisins — í fyrrnefnda tilvikinu í kenningarlegum efnum en í lítúrgískum eða helgisiða- fræðilegum efnum í hinu síðarnefnda. Lokaorð Ræða sú sem Tómas Sæmundsson flutti söfnuði sínum er hann tók við embætti á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1835 er í senn guðfræðileg yfirlýsing og stefnuræða fyrir þá þjónustu sem í hönd fór. Af þeim sökum endurspeglar hún guðfræði höfundar síns að líkindum skýrar en oft er raun á með predikanir út frá afmörkuðum ritningarstöðum sem miða einkum að því að draga fram boðskap hans. Að því leyti er þessi tækifærisræða ef til vill haldbetri til að greina guðfræðilegar áherslur Tómasar en predikanir hans almennt. Slíkt mat gengur að vísu í berhögg við þá aðferðafræði sem Jón Helgason boðaði á sinni tið án þess að ágæti hennar skuli annars dregið í efa. Athygli vekur að Tómas lagði ríka áherslu á að orð Guðs sé sú eina mælisnúra sem miða beri við í boðun og starfi kirkjunnar. Virðist hugur hafa fylgt máli í því efni þar sem ræðan er víða mjög skotin beinum og óbeinum biblíuvísunum. Með orði Guðs átti Tómas annars vegnar við opinberun Guðs í Jesú Kristi en hins vegar í ritum Nýja testamentisins fremur en ritningarinnar í heild. Að þessu leyti til má vel kenna guðfræði Tómasar við rétttrúnað og líta á hann sem boðbera 19. aldar útgáfu af þess konar guðfræði. I hina röndina gætti hjáTómasi áherslu sem samræmdist upplýsingarguð- fræðinni betur. Er þar átt við áherslu hans á sannleikskjarna allra trúarbragða og opinberun Guðs utan þungamiðju kristninnar, það er í sögunni, nátt- úrunni og sálarlífi mannsins. Óþarft er þó að líta svo á að í þessu efni hafi Tómas mótast af upplýsingunni í þröngum skilningi. Allt eins má líta svo á að hér sé um að ræða afleiðingu af hefðbundinni sköpunartrú sem gengur út frá því að gjörvöll skepna Guðs vitni um höfund sinn og upphaf. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.