Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 108
hann er spurður um ástæðu þess að maður fæðist blindur. Er það vegna
þess að hann hafi syndgað eða foreldrar hans spyrja lærisvinarnir ( Jh 9:2
). Kristur hafnar þeirri lífssýn sem setur samasemmerki á milli syndar og
þjáningar: Hann snýr við hvers vegna spurningunni og segir í staðinn til
hvers. Það er að segja: Hvað getum við gert sem erum álengdar hinum
þjáða og sú þjáning er að mati Krists ákall til okkar að við bætum úr böli.
Hér er engin skýring gefin heldur skilningur og svar Krists sem er oftar en
ekki orðlaust er fyrst og síðast fólgið í því sem fastan birtir og boðar: hann
gengur sjálfur inn í hlutskipti mannsins til þeirrar þrautar að lengra verður
ekki komist og líður þannig með hinum þjáða.
Einn þekktasti guðfræðingur síðustu aldar Dietrich Bonhoeffer orðar
þetta svo:
Sá Guð er lætur okkur lifa í þessum heimi án þess að við notum hann
eins og hverja aðra vinnutilgátu, það er sá Guð er við stöndum stöðugt and-
spænis. Frammi fyrir Guði og með honum lifum við án hans. Guð leyfir,
að honum sé þröngvað út úr heiminum og þrýst upp á krossinn. Guð er
veikur og valdalaus í veröldinni og það er einmitt eina leiðin fyrir hann til
að geta verið með okkur og komið okkur til hjálpar. Þannig hjálpar Kristur
okkur, ekki með því að vera almáttugur, heldur með veikleika sínum og
þjáningum.
Þetta er hinn mikli munur á kristindóminum og öðrum trúarbrögðum
að mati Bonhoeffer. í trúhneigð sinni horfir nauðstaddur maðurinn til
hins volduga Guðs í heiminum. Hann notar Guð sem Guðvél, Deus ex
machina. Biblían beinir manninum hins vegar til Guðs, sem þjáist. Hann
einn getur hjálpað'5
Þannig farast Dietrich Bonhoeffer orð. Orð hans endurspegla þá þján-
ingu, sem hann sjálfur varð að þola. \ játningu sinni staðfestir hann það sem
Jesaja sagði forðum í spádómsorðum um Krist: „Fyrir hans benjar urðum
vér heilbrigðir „(Jes 53:5). Sár græða sár og með því að komast í snertingu
við það sem býr í kviku sálarinnar og með því að deila veikleika okkar öðl-
umst við styrkleika. Eða eins og postulinn segir: „Mátturinn fullkomnast í
veikleika“ (2Kor 12:9). Þetta er leið Krists að hjarta manns. Þetta er vegur
5 Dietrich Bonhoeffer, Ethics, 1970
106