Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 117
reynslu, mælikvarða eða meginreglu, nokkurs konar siðferðilegri löghelgun
sem á rætur að rekja til margbreytilegrar reynslu og er annað hvort geymd
sem persónuleg þekking eða sótt í félagslegan þekkingarforða menningar og
samfélags.2 Hér skiptir sem sé máli bæði hin einstaklingsbundna reynsla og
uppsöfnuð reynsla samfélagsins.
Þegar Norðmaðurinn Peder Gravem ræðir um hugtakið lífstúlkun (liv-
stolkning), sem ég kýs að þýða sem tilvistartúlkun, byggir hann á svip-
uðum forsendum og Berger og Luckmann. Hann talar um að manneskjan
leitist sífellt við að skapa merkingu og tilgang í tilveru sína og reynslu.
Tilvistartúlkun er því almennt fyrirbæri þar sem einstaklingar og hópar
túlka líf sitt og reynslu á mismunandi hátt, háð menningu og lífsháttum.
Tilvistartúlkun er felur því í sér skilning okkar á okkur sjálfum og reynslu
okkar af veruleikanum í ljósi heildstæðs merkingarsamhengis.3 Annar norsk-
ur fræðimaður, Elísabet Haakedal, leggur áherslu á svipaða hluti þegar hún
gengur út firá að tilvistartúlkun feli í sér þrjú meginatriði: I fyrsta lagi er
tilvistartúlkunin grundvallarvirkni, þ.e. mannlegur hæfileiki til að velta fyrir
sér lífinu og tilverunni. I örðu lagi hefur tilvistartúlkunin félagslega vídd,
þ.e. hin augljósu tengsl milli einstaklings og samfélags. I þriðja lagi talar hún
um inntak tilvistartúlkunarinnar, þ.e. meira eða minna ígrundað hugsana-,
reynslu- og athafnamynstur.4 Báðar þessar skilgreiningar leggja á það áherslu
að tilvistartúlkun sé almenn reynsla eða hæfileiki og að það sé útilokað að
skilja tilvistartúlkun eingöngu sem einstaklingsbundna reynslu óháða sam-
félaginu sem einstaklingarnir mynda. Tilvistartúlkunin er virkni sem á sér
stað bæði innra með okkur sem einstaklingar og í gagnkvæmum samskipt-
um okkar við aðra og hina samfélagslegu arfleifð. Hér má líka benda á að
enn einn Norðmaðurinn, Geir Skeie, leggur einnig áherslu á hina félagslegu
vídd tilvistartúlkunar og talar jafnframt um að hún sé stöðugt ferli.5
Sænski uppeldisfræðiprófessorinn Sven G. Hartman, hefur fjallað um
sambandið milli tilvistartúlkunar og tilvistarspurninga. Hann bendir á að
þegar lífsaðstæður einstaklingsins breytast á ólíkum skeiðum lífsins stendur
2 Berger and Luckmann 1995, s. 10-11.
3 Gravem 1996, s. 236-251.
4 Haakedal 2004, s. 62-64.
5 Skeie 1998 og 2002.
115