Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 132

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 132
milli trúarlegs uppeldis hennar á heimilinu og í kirkjunni og hún kemur okkur fyrir sjónir sem trúaður kristinn einstaklingur. Berglind vísar til reynslu sinnar í fjölskyldunni en á sama tíma virðist hún vera undir áhrifum frá trúar- brögðum í samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og meðal vina sinna. Þetta leiðir til þess að hún tengir saman veraldleg og trúarleg viðhorf og hugmyndir þegar hún leitast við að túlka tilvist sína. Þegar Einar túlkar sína reynslu er það bæði reynslan úr fjölskyldunni og kirkjunni sem koma þar við sögu og hugsanlega áhrif frá vinum hans. Það sem einkennir hans tilvistartúlkun er ósamræmi milli þess sem hann lærði í kirkjustarfinu sem barn og heima við og það leiðir til þess að trúin hefur ekki lengur neitt gildi fyrir hann. Greining og túlkun á því hvernig unglingarnir sem tóku þátt í rannsókn- inni tala um trú og trúarlega virkni sýnir að trúarbrögð gegna hlutverki í tilvistartúlkun þeirra. Þegar horft er á meginþræðina í viðtölunum í heild, hvernig trú og trúarbrögð birtast sem áhrifaþáttur í tilvistartúlkun margra í hópnum og það borið saman við hliðstæðar niðurstöður úr fyrri rannsókn minni frá lokum síðustu aldar, er auðvelt að alhæfa og draga þá ályktun að þetta sé til marks um einsleitni samfélagsins og mikilvægi kristninnar í íslensku samfélagi og menningu. En þegar einstaklingarnir eru skoðaðir nánar kemur margbreytileikinn í ljós, margbreytileiki sem skapast af mis- munandi aðstæðum og áhrifum í fjölskyuldunni. Þá er einnig vert að hafa í huga áhrif vinahópsins. Þekking á þessum ólíka bakgrunni og áhrifum hans er eitt af því sem mikilvægt er til skilnings á tilvistartúlkun einstaklinganna og hann gerir myndina af tilvistartúlkun unglinganna flóknari en við fyrstu sýn. Þau þrjú sem skoðuð voru sérstaklega í þessari grein tala öll um áhrif trúar eða trúarlegrar iðkunar og hugmynda á líf sitt. Þau hafa öll komist í einhvers konar snertingu við trú og trúarlega iðkun og það leiðir til þess að trúarbrögð eða trúarlegar hugmyndir gegna hlutverki í tilvistartúlkun þeirra hvort sem þau líta á sig sem trúuð eða ekki. Margbreytileikann sem kemur í ljós má skýra með því meðal annars að vísa til trúarlegs bakgrunns þeirra í fjölskyldunni. Þegar þau velta vöngum yfir tilveru sinni og reynslu gerist það í víxlverkan við þá félagsmótun sem þau hafa hlotið í fjölskyldunni, en einnig í samskiptum við vini og samfélagið í heild sinni. Fjölbreytileikinn sem hér birtist er einnig áhugaverður þegar rætt er um trúarlegt uppeldi á heimilum og í trúfélögum en ekki síður þegar um er að 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.