Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 25
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
ember 1883. Var sá skírður Jóhannes. Honum varð langra
lífdaga auðið, eins og seinna mun fram koma.
Það var um 1890, að Steingrímur vildi koma Nýjabæ í
ábúð aftur, sem þá var búinn að vera í eyði í áratug. Taldi
hann sig hafa ábúendur á jörðina. Voru það nýgift vinnuhjú
á Merkigili, Jónas Jónasson og Þórey Jónasdóttir, síðar
ábúendur á Þorljótsstöðum o.v. Mjög hafði uppblástur herj-
að á Nýjabæ og bærinn líklega fallinn. Brá því Steingrímur á
það ráð að byggja upp á fornbýlinu Hildarseli, sem var í
heimalandi Nýjabæjar, en nokkru innar í dalnum. Hófst
hann hiklaust handa, komust veggir í fulla hæð og búið að
flytja viðinn í bæinn. Þá var það, að ungu hjónin urðu þess
áskynja, að ekki væru allir þar í dalnum hrifnir af, að þau
settust þarna að inn við afréttina. Fór því svo, að hin vænt-
anlega húsfreyja á Hildarseli aftók með öllu að flytja þangað
fram, þar sem þau hjónin myndu liggja undir sífelldum
þjófnaðargrun. Varð því ekki meira úr byggingu Hildarsels.
Húsfreyjan d Silfrastöbum
EFTIR ársdvöl á Silfrastöðum gengu þau í hjónaband Stein-
grímur og Kristín, og fyrstu níu árin búa þau sem leiguliðar,
en árið 1891 leggja þau í það stórvirki að kaupa Silfrastaði
með Hálfdánartungum, Krókárgerði og kirkjujörðinni
Fremri-Kotum, en þá höfðu Silfrastaðir verið í leiguábúð
um langan aldur. Seljandi jarðarinnar var Maren Lárusdóttir
Thorarensen, dóttir Lárusar sýslumanns í Enni og ekkja Jó-
hannesar sýslumanns Guðmundssonar.
Arið 1893 tók Kristín ljósmóðurpróf á Akureyri og gerð-
ist ljósmóðir í Akrahreppi næstu árin, eða meðan heilsan
leyfði, og „fórst það með ágætum“. Fékk Kristín hinn bezta
vitnisburð þeirra, sem til þekktu. Var hún sögð fríð kona,
virðuleg og gáfuleg svo að af bar, rausnarleg og góð hús-
móðir, glaðlynd, djarfmælt og hispurslaus í orðum og hefur
23