Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 173
,FRÍ VIÐ SLÓRIÐ FINNBOGI“
þekktu til, töldu þetta raup hjá Boga, en getur þó vel hafa
átt sér stað einn og einn róður.
Síðustu hestar Boga voru rauðblesótt hryssa og trippi
undan henni og ljósgrár hestur, sem honum þótti mjög vænt
um, enda brást hann aldrei eiganda sínum. Boga þótti gott
brennivín og varð stundum góðglaður eða vel það. Aldrei
kom það þó að sök, svo vitað sé, á ferðum þeirra félaga.
Gráni þekkti leiðina og skilaði vini sínum heim í hlað án
vandræða.
Bogi var vel meðalmaður á vöxt, dálítið lotinn í herðum á
efri árum. Vonbrigði og ástvinamissi bar hann ekki á torg,
var venjulega með gleðibragði, enda ágætur í umgengni og
vinsæll.
A sjó með Boga
ÞAÐ VAR vorið 1920, sem móður minni datt í hug að senda
mig til sjós. Ekki held ég þó, að henni hafi komið til hugar
að gera úr mér alvörusjómann. Hitt mun sanni nær, að
marga munna þurfti að metta í Lundi, en forsjá heimilisins
fallin frá. Fiskæti var að mestu sótt til Olafsfjarðar og fékkst
stundum fyrir lítið. Var það mest úrgangsfiskur (tros).
Venjulega kom þó eitthvert gjald í móti. En nú var kaupeyr-
ir lítill eða enginn, og auk þess stóð það nær lífsskoðun
móður minnar, að sonur hennar reyndi sjálfur að draga
björg í bú. Að baki var óvenju harður vetur og fádæma
snjóavor, sem varð öllum bændum í Fljótum og fjölskyld-
um þeirra langstætt í minni.
Þegar hér var komið sögu, var útgerð frá Hraunakróki
aflögð að mestu. Þaðan höfðu Fljóta- og Stíflumenn sótt sjó
um aldir, stundað hákarlaveiðar á vetrum og fram á vor, en
þorskveiðar haust og vor. Hólabiskupar létu leiguliða sína
greiða með skreið og sendu húskarla með lestir út í Fljót og
til Olafsfjarðar. Er sagt, að þeir hafi farið Hákambaleið og
171