Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
ferðafærum börnum sveitarinnar til veizlu. Mig minnir, að
það væru töðugjöldin, en þau tíðkuðust víða, þegar ég var
ungur og fóru fram, þegar lokið var að hirða heyið af tún-
inu. Eg minnist enn þessa dags. Oli lánaði mér Grána gamla
til fararinnar og hnakkinn sinn líka. Annars var ég vanur að
notast við gæruskinn. Bjóst ég nú í mín skástu föt og hélt
sem leið liggur fram Blönduhlíðina, unz áfangastað var náð.
Þar var þá fyrir margt barna. Ég var að mestu laus við
feimni, enda vanur krakkaskaranum á Króknum. Þarna
voru bornar fram hinar rausnarlegustu veitingar, rjúkandi
súkkulaði og þeyttur rjómi. Ég legg ekki í að telja upp allar
brauðsortirnar. Tii þess voru þær of margar. Að veizlunni
lokinni var svo farið út og leikið sér á sléttu túninu. Þarna
var hlaupið í skarðið, farið í kött og mús, skessuleik og
sitthvað annað. Ég held, að enginn hafi skemmt sér betur en
Lilja sjálf, sem tók þátt í leikjunum með börnunum af lífi og
sál. Mér fannst hálfgerð synd, að hún skyldi ekki eiga börn
sjálf, svo barngóð sem hún var. Einn fósturson ól hún þó
upp, ég held frá fæðingu, Friðjón Hjörleifsson, Jónssonar
frá Gilsbakka, og reyndist honum sem bezta móðir.
Ekki vil ég láta hjá líða að geta um fallega skrúðgarðinn á
Víðivöllum, sem allir vissu, að Lilja hafði skipulagt og ann-
azt. Þessi garður var landskunnur á sínum tíma.
Ég var mjög ánægður með þennan dag og hélt glaður
heim um kvöldið á Grána gamla. Það var hreint ekki sem
verst að vera í sveitinni þrátt fyrir allt.
Eím sláttinn hafði ég það verkefni, þótt ungur væri, að slá
með Ólafi bónda. Hann smíðaði handa mér lítið orf og lét
mig hafa níu gata ljá og svo auðvitað brýni. Stirður var ég
við sláttinn fyrst í stað, en þetta fór smám saman í vana.
Ekki gekk ég að slætti frá morgni til kvölds, til þess var
verkið alltof erfitt fyrir strákpatta eins og mig. Stundum var
ég líka við rakstur með Margréti, bar þá gjarnan ofan af
fyrir hana.
186