Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
Hjartagrasættin (Caryophyllaceae)
151. Haugarfi (Stellaria media Vill.). Algengur.
152. Stjörnuarfi (S. crassifolia Ehrh.). Víða, einkum í nánd við
sjó.
153. Akurarfi (S. graminea L.). A Lundi í Stíflu (G. Sig.),
Hraunum í Fljótum, Hróarsdal í Hegranesi og er kominn
mjög víða. Er annars nýlega kominn í landið.
154. Músareyra (Cerastium alpinum L.). Algengt.
155. Vegarfi (C. fontanum Baumg.). Algengur allt upp í 600 m
hæð yfir sjávarmál.
156. Lækjafræhyrna (C. cerastoides Britton). Algeng.
157. Fjallafræhyrna (C. arcticum Lge.). Er allvíða inni á hálend-
inu allt upp í 1100 m hæð, einnig í austurhálendi sýslunnar
og á Sandafjalli í Austurdal (H. Kr.).
158. Skeggsandi (Arenaria norvegica Gunn.). Hamarshólar á
einum stað (G. Sig.), Stífluhólar við veginn, í Varmahlíð,
Höfðahólum og t.d. í reit 5247 innst í Austurdal (H. Kr.).
159. Skurfa (Spergula arvensis L.). Vex rétt við skólahúsið á Sól-
görðum í Fljótum (H. Hg.) og sunnan í Reykjarhóli á
Bökkum, nokkuð hátt í hólnum, við volgrur, sem þar eru.
160. Melanóra (Minuartia rubella Hiern.). Vex á melum í nánd
við Heiði í Sléttuhlíð, Hólum í Hjaltadal, Giljum í Vestur-
dal og á Merkigilsfjalli. - Hittist með löngum millibilum.
161. Fjallanóra (M. biflora Sch. & Thell.). Fundin á Bræðraá í
um það bil 500 m hæð yfir sjávarmáli, Ennishnjúk við
Deildardal, á hálsinum vestan við Hof í Vesturdal, á Merki-
gilsfjalli í Austurdal, Goðdaladal, Gilhagadal og Seljadals-
botni, reitur nr. 5043, í 1000 m hæð.
162. Móanóra (M. stricta Hiern.). Fundin ofarlega í Hraunadal,
Giljaárgili í Vesturdal og Abæjarlandi í Austurdal.
163. Fjöruarfi (Honckenya peploides Ehrh.). Víða í fjörumöl.
164. Skammkrækill (Sagina procumbens L.). Algengur.
165. Langkrækill (S. saginoides Karst.). Algengur í leirjörð, oft í
dálitlum breiðum.
166. Snækrækill (S. intermedia Fenzl.). Fundinn víða syðst á há-
lendinu, t.d. á Laugafellssvæðinu og þaðan vestur eftir,
112