Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 66
SKAGFIRÐINGABÓK
heilir og hreinir í grandvarleika að þeir níðast á engu sem
þeim er til trúað, hversu lítilfjörlegt sem það kann að sýnast
í augum annarra.
Þegar Kolbeinn og Kristín höfðu hætt búskap á Skriðu-
landi, fluttust þau til Akureyrar. Kolbeinn varð gjaldkeri
Fjórðungssjúkrahússins, en í hjáverkum sat hann í Nonna-
húsi, víst allt frá opnun þess minjasafns, og leiddi gesti í
allan sannleika um húsið og sjálfa sýningarmunina þar.
Honum var sá starfi ljúfur. Þó sagði hann við mig seinna:
„Eg undi mér aldrei að öllu leyti vel á Akureyri, mig langaði
alltaf heim í Skagafjörð, vildi komast þangað aftur - það er
þessi árátta. .
Og þau Kristín rifu sig upp á Akureyri og fluttust til
Sauðárkróks 1962. Þar í bæ gegndi Kolbeinn kontórstörfum
eins og fyrir norðan, nú hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sinnti
m.a. skipaafgreiðslu, en mun ekki hafa geðjazt að því - eða
honum látið það sem bezt - svo hann breytti enn til eftir tvö
ár og fór nú búferlum til höfuðstaðarins. Þar, og í Hafnar-
firði nokkurn tíma eins og fyrr getur, var hann síðan búfast-
ur fram í dauðann.
Eg sá Kolbein fremur sjaldan frá því hann bjó á Skriðu-
landi og þangað til hann settist að í Reykjavík. Heimsótti
hann þó einu sinni á Akureyri, mig minnir vorið 1960. Þau
Kristín áttu þá heima í Brekkugötu, og þetta varð góð
stund, það var hlegið saman og margt spjallað út og suður.
Mér kom þá ekki annað í hug en að Jaau hjón yndu sér vel í
hinum gróðurglaða Akureyrarbæ. Ég skynjaði að vísu að
þau stóðu ekki lengur „í sinni moldu kyr“. En hvað var um
slíkt að fást? Eins var því farið um herskara af Islendingum
sem lögðu niður sveitabúskap og fluttust í margmenni fyrir
ýmsar orsakir.
I Reykjavík fékk Kolbeinn dont á Landsbókasafninu, við
röðun blaða og smáprents af ýmsu tæi sem hafði haugazt
upp í vörzlum þess niðri í kjallara, Lindargötu megin. Þar í
64