Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 170
SKAGFIRÐINGABÓK
pípu. Aldís var vanheil á geði og vann ekki fyrir sér. Þegar
Bogi hafði tuggið og spýtt að vild, rétti hann Aldísi leifarn-
ar, sem hún setti í pípu sína, tók glóðarmola úr eldavélinni,
setti hann ofan á pípuhausinn og saug fast. Þetta er mér
allminnisstætt. Stundum fannst henni Bogi óþarflega lengi
að velta tuggunni uppi í sér og gekk þá eftir skammtinum.
Annars reykti Aldís mest rjól, sem húsbændur skömmtuðu
henni. Var svo einnig eftir að hún flutti í Tungu, en þar
dvaldi hún mörg síðustu ár ævinnar. Hætt er við að gamla
konan hefði lítt gætt hófs, væri skammturinn ekki takmark-
aður, enda hefði það komið niður á hreppsfélaginu í hærri
framfærslueyri.
Vorið 1914 var hart og víða heyskortur. Faðir minn fékk
þá hey hjá Boga, tvo stóra poka að mig minnir, sem hann
átti að greiða í sömu mynt um sumarið. Eg var sendur með
heyið til Boga, tvo væna bagga, sem Gráni bar. Hygg ég, að
heyið hafi verið vel úti látið. Bogi var við fjárhús sín og tók
á móti heyinu. Hann var hinn vingjarnlegasti, og ég held
honum hafi líkað vel það sem ég kom með og ekki talið sig
svikinn á skiptunum. Nánari kynna af Boga minnist ég ekki
fyrr en ég gerðist háseti hjá honum, sem síðar verður vikið
að.
Arið 1891, þá búsettur á Sléttu, er Bogi titlaður fjármaður
og sjómaður. Vafalaust hefur hann verið farinn að eignast
skepnur, þegar hann flutti í Gautastaði. Aldrei var þó um
mikla fjáreign að ræða, en seinni árin hans á Gautastöðum
mun hann hafa átt 15-20 kindur og tvö til þrjú hross.
Haustið 1919 setur hann á vetur 18 ær, einn hrút, tvö hross
fullorðin og eitt trippi, en heyfengur hans var þá aðeins 33
hestar. Eitthvað hefur gamli maðurinn átt af fyrningum frá
fyrra ári og lagt vel í venjulegan hestburð, þegar hann
breytti smákimlunum, sem hann bar á baki heim í kuml sitt,
í framtalsskylda einingu, því Boga skorti ekki hey um vorið,
þótt flestallir Fljótabændur væru þá komnir í þrot. Haustið
168