Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
taka lambið og fara með það heim í bæ. Var það allt slímugt
og lítið sem ekkert karað, en ekki þýddi að setja slíkt fyrir
sig, hér var um líf eða dauða að tefla. Tók ég það í fangið og
flýtti mér sem mest ég mátti heim í eldhús til Margrétar og
sýndi henni fund minn og spurði, hvort hún gæti lífgað það
við. Hún kvað það ekki alveg vonlaust, en bezt væri þó að
vera við öllu búinn. Margrét hitaði nú vatn og hellti í bala.
Þegar henni þótti það nógu heitt, dreif hún ,hvítvoðunginn’
ofan í. Auðvitað varð að passa að snoppa og nasir stæðu
uppúr, svo það drukknaði ekki. Fór það nú að hreyfa sig
ofurlítið og Margrét skrúbbaði af því allt slímið. Síðan var
tekinn kassi, honum komið fyrir við eldavélina, settur
strigapoki á botninn og síðan ull. Var þetta mjúk og hlý
hvíla, sem lambið var sett í. Ekki mátti gleyma að gefa því
mjólk, það hafði auðsjáanlega aldrei komizt á spena og því
enga næringu fengið í sínu stutta lífi.
Ég fór með Olafi að huga að kindunum, en sauðburður
stóð nú sem hæst. Fundum við fljótlega á eina gráa, ný-
borna gráu lambi. Þóttumst við vita, að hér væri móðir
lambsins, sem ég fann. Lambið smáhjarnaði við vegna góðr-
ar aðhlynningar Margrétar, enda kunni hún vel til verka á
þessu sviði, og um kvöldið var það farið að ganga um eld-
húsgólfið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tókst Ólafi ekki að
koma því undir móður sína. Hún vildi hreint ekkert með
það hafa, stappaði niður fótum og stangaði það. Var nú
einsýnt, að hér mundi verða heimagangur og harmaði ég
það ekki, enda átti ég eftir að eiga margar ánægjulegar
stundir með honum þetta sumar. Það féll í minn hlut að
gefa lambinu pelann sinn, og hafði ég mikla gleði af því. Að
síðustu var svo komið, að það fylgdi mér hvert sem ég fór,
ef það var ekki mjög langt. Ekki spillti Lappi félagsskapn-
um. Mátti oft sjá okkur á ferð um túnið í Litladal þetta
sumar, og var samkomulagið furðanlega gott, þótt ólíkir
einstaklingar ættu hlut að máli.
184