Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 82
SKAGFIRÐINGABÓK
heima. Kolbeinn verzlaði aldrei á Dalvík og hafði frekar lítil
samskipti við menn í Svarfaðardal („aðeins gistikynni"), en
hann þekkti kjötbúðarstjóra kaupfélagsins á Dalvík, og
þeim talaðist svo til, að Kolbeinn kæmi norður með hest-
ana. Hann rak þá yfir Heljardalsheiði og játaði fyrir mér, að
slátrun hestanna hefði verið sér sársaukafull. „Það er eigin-
lega það örðugasta sem ég hef gert að höggva á þann streng,
þótt ég væri ekki mikill hestamaður og ærnar væru mér
meira virði.“
A heimleið vestur kom Kolbeinn að Völlum, því að þeir
feðgar, Valdemar V. Snævarr og séra Stefán, buðu honum
það. Hinn síðarnefndi sá að Skriðulandsbónda leið þá ekki
vel, var þreyttur og hryggur, og segir við hann: „Reyndu að
halla þér út af, ef þú getur.“ Kolbeinn fór að því ráði, þótt
hann byggist ekki við að geta fest blund, svo órótt sem
honum var. „En það einkennilega gerðist" sagði hann, „að
ég sofnaði þarna, sem sýnir hvað mér leið vel í góðra manna
híbýlum - að ég gat sofnað."
Kolbeinn hafði rekið hestana einn norður, en fóstursonur
hans þó fylgt honum upp á heiðina. „Og svo kom hann á
móti mér daginn eftir, þegar ég sneri heim, með þennan eina
klár sem ég átti eftir, og mér brá svo þegar ég settist honum
á bak, því hann var jálkur, að ég hét því að koma aldrei aftur
á hestbak, og það hef ég ekki gert.“
9.
Þegar landssími var lagður fram Svarfaðardal í Skagafjörð
um Heljardalsheiði árið 1906, var komið á fót eftirlitsstöð á
Skriðulandi. Kristinn bóndi Sigurðsson gætti línunnar vest-
an megin upp á heiðina og síðan tók Kolbeinn við af hon-
um. Hafði hann nokkra tekjubót af þeim starfa, sem hann
gegndi allt til loka búskapartíma síns á Skriðulandi.
80