Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 190
SKAGFIRÐINGABÓK
Gangna fríði flokkurinn
fram í ríður kofa.
Herðist reiðin frjáls og frí,
ferðin greiðist innar.
Þráin seiðir okkur í
armlög heiðarinnar.
Þegar degi var verulega tekið að halla, tóku menn að tín-
ast af stað með fjárrekstrana. Það var betra að hafa hraðann
á, því dagarnir voru farnir að styttast ískyggilega. Myndað-
ist nú óslitin röð fjárrekstra norður alla Blönduhlíð, en
Blönduhlíðarfjöllin bergmáluðu af hundgá og kindajarmi.
Við Olafur náðum heim í Litladal laust fyrir myrkur.
Ógleymanlegum degi í lífi mínu var lokið. Eg var þreyttur
en sæll, og þá er gott að sofna.
Eg vil ekki láta hjá líða að minnast á bæjarrekstrana, sem
fylgdu í kjölfar gangnanna á hverju hausti. Þeir komu ávallt
sömu leiðina, frá Djúpadal til okkar í Litladal. Eg man, að
einn daginn þurfti ég að fara fjórar ferðir með smáhópa
niður í Akratorfuna og þótti satt að segja nóg um. Alltaf var
ég gangandi, Óli hefir líklega talið, að þannig yrði ég liðugri
í snúningum en ef ég færi á Grána gamla. Þessir rekstrar
héldu svo áfram bæ frá bæ, unz hver kind var komin í
hendur eiganda síns. Lappi fylgdi mér ávallt í þessum ferð-
um og reyndist ómetanlegur. Hann var frábær fjárhundur
og hélt hópnum vel saman. Hann var betri en nokkur mað-
ur.
Þetta sumar rann sitt skeið á enda eins og öll önnur. Ól-
afur fylgdi mér ríðandi niður að Ökrum, og nú var ég fullur
saknaðar, gagnstætt því, sem var í vor, þegar ég kom á
þennan bæ. Meðan við biðum eftir bílnum, sagði Óli við
mig upp úr eins manns hljóði: „Bjössi, ég ætla að gefa þér
hana Gæfu fyrir alla hjálpina í sumar.“ Þetta kom mér al-
gjörlega á óvart, og eftir nokkra umhugsun sagði ég: „Já, en
188