Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 10
SKAGFIRÐINGABÓK
Guðjón Sigurðsson fæddist á Mannskaðahóli í Hofshreppi 3.
nóvember 1908. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson bóndi
þar og kona hans Guðbjörg Sigmundsdóttir. Þau hjón voru alla
tíð fátæk, en miklir dugnaðarforkar og eignuðust þau þrettán
börn, níu þeirra náðu aldri en fjögur féllu frá í bernsku. Miss-
erisgömlum var Guðjóni komið í fóstur til föðurbróður síns,
Sveinbjörns Sveinssonar bónda í Hornbrekku á Höfðaströnd og
síðar að A í Unadal. Hjá Sveinbirni var Guðjón til 12 ára ald-
urs, næst lá leið hans að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og að
Daufá. Síðar var hann smali hjá Jóni bónda Guðmundssyni á
Hofi í Vesturdal og konu hans, Soffíu Jónsdóttur, en Guðjón
minntist þeirra hjóna alla tíð með mikilli hlýju og sagði þau
heiðurshjón.
Vorið 1925 hóf Bjarni, bróðir Guðjóns, búskap í Hólakoti á
Reykjaströnd og fór Guðjón til hans eftir ársdvöl hjá hjónun-
um á Hofi. Þar var Guðjón þar til hann vantaði átta mánuði til
19 ára aldurs, en 1. mars 1927 fluttist hann til Sauðárkróks og
gerðist nemi í bakaraiðn hjá Snæbirni Sigurgeirssyni bakara-
meistara, eftir að veikindi höfðu gert draum hans um læknis-
nám að engu.
Guðjón hélt til Kaupmannahafnar um haustið 1930 að áeggj-
an Snæbjarnar, en hann hafði sjálfur stundað þar nám hjá Pax
Silleman. Um Hafnardvölina er ekki margt að segja, en í frí-
stundum lagði hann nokkra rækt við hnefaleika, þó ekki væri
hann hár í loftinu. Aratugum síðar átti hann til að gantast við
barnabörn sín, setja upp hanskana og leiðbeina í undirstöðu-
atriðum hnefaleika. Guðjón hafði alla tíð mikinn áhuga á
íþróttum og tók virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Tinda-
stóls um árabil.
Greinilegt er að mikil vinátta hefur tekist á milli lærlings og
meistara frá fyrsta degi, eins og vel sést á bréfum sem Snæ-
björn sendi Guðjóni eftir að sá síðarnefndi fór til Kaupmanna-
hafnar til frekara náms. Undir lok janúar 1931 leggur Snæ-
björn nemandanum lífsreglurnar og biður hann að varast „kjall-
8