Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 11
AF GUÐJÓNI SIGURÐSSYNI BAKARAMEISTARA
araknæpurnar og Figaro“ í Kaupmannahöfn. Um leið segir Snæ-
björn fréttir að heiman:
Okkur líður öllum vel, hérna, nema skuldirnar ætla að
drepa mig, en það hefur lengi verið svo. Hefi talsvert
meira að gera nú en 4—5 undanfarin ár um sama leiti.
Sérstaklega Rúgbrauð — og þakka ég það þér og lokuðu
plötunum. Enda slétta ég reikning þinn, í þakkarskini
Gýji minn, ég borgaði líka Flóvent 10 krónur sem hann
sagðist eiga hjá þér. T.d. eru við nú búin að baka í 12
daga í janúar og bökum á morgun og s.frv. en 1927
bökuðum við aðeins 5 sinnum allan Janúar út. Auðvitað
nokkuð meira í hvert sinn, en áreiðanlega verður það þó
helmings meira nú að verðgildi þó lægra sé verð. Svona
þarf það að vaxa.
Svo er að sjá að árið 1931 hafi byrjað nokkuð vel í bakaríinu og
í bréfi sem Snæbjörn skrifar Guðjóni í maí talar hann um góð-
an vöxt:
Ég hefi nú bakað í Jan. fyrir 986/00, Febr. fyrir 1260/00,
Mars 1225/00, Apr. 1255. Febr. var bolludagur og veit-
ingar fyrir afmæli tvisvar. Treysti því að það verði áfram
vaxandi. Dræmara gengur með að fá pening fyrir það
sem unnið er.
í sama bréfi biður Snæbjörn sinn gamla nemanda að ganga frá
kaupum á gufukatli, en Guðjón útréttaði mikið fyrir vin sinn í
Kaupmannahöfn. Ljóst er af bréfinu að Snæbjörn vildi láta
Guðjón fylgjast með sínum högum jafnt í rekstri bakarísins
sem og útgerðar, sem hann hafði með höndum. Og Snæbirni
var umhugað um tvennt: Annars vegar að Guðjón hefði sem
mest út úr náminu: „Hunangskökugerð — margar tegundir, og
allskonar makróngerð, ég tala ekki um marcepan og smá
schokaladigerð". Og hins vegar að Guðjón kæmi aftur til vinnu
á Sauðárkróki, en Snæbjörn kvartar meðal annars um þreytu en
9