Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK
laug lést í frumbernsku og Ólöf féll frá 1947, þá aðeins 23 ára
og trúlofuð Erlendi Hansen. Snæbjörg var ófædd þegar faðir
hennar féll frá. Gígja og Sigurgeir ráku um árabil heildversl-
unina Ratsjá í Reykjavík, en eru nú sest í helgan stein. Eva og
Snæbjörg lögðu báðar út á tónlistarbrautina. Eva er nú skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki en Snæbjörg hefur stund-
að söngkennslu við Söngskólann og Tónlistarskólann í Garða-
bæ, auk þess sem hún var kórstjóri Skagfirsku söngsveitarinnar
um árabil.
En það var ekki í skapgerð Ólínu að leggja árar í bát. I félagi
við Guðjón, sem Snæbjörn hafði kallað heim, ákvað hún að
halda rekstri bakarísins áfram. Síðar áttu Guðjón og Ólína eftir
að rugla saman reytum sínum, en elsta barn þeirra, Elma Björk
fæddist 1935.
Þar með var brautin mörkuð fyrir Guðjón, en sjálfur talaði
hann um það sem upphaf sinnar gæfu. „Eg tel mig mikinn gæfu-
mann að vera einn af þessari fjölskyldu," skrifaði hann til Lollu
og Gígju þegar þær dvöldust í Kaupmannahöfn hjá Gunnari
Björnssyni, bróður Ólínu, yfir eina jólahátiðina. Raunar varð
Guðjón mjög náinn börnunum í bakaríinu á meðan hann var í
læri hjá Snæbirni, enda hændust börn alla tíð að honum. Hann
hafði sérstakt lag á krökkum, brá sífellt á leik við börn með
fettum og brettum, hoppum og gleðilátum. Guðjón virtist allt-
af hafa tíma fyrir börn.
Sjö ára gömul í apríl 1931 skrifar Lolla honum til Kaup-
mannahafnar, þá nýbúin að læra að draga til stafs:
Jeg fór á skóla eftir níárið. Jeg var orðin læs heima hjá
pabbamömmu minni. Jeg læri þar að reikna, skrifa og
bibblíusögur. Gía er búin að vera mánuð í skólanum
Ragnheiður sistir biskupsins kennir okkur
Við Gía þökkum þjer kærlega firir perlufestirnar ... Sig-
urgeir biður kjærlega að heilsa þjer og þakka þjer kær-
lega firir það sem þú sendir honum honum þótti gaman
12