Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 17
AF GUÐJÓNI SIGURÐSSYNI BAKARAMEISTARA
Hér verður saga Sauðárkróksbakarís ekki rakin, en Guðjón
tók snemma nema í bakaraiðn og urðu margir þeirra aldavinir
hans, þó Hörður Pálsson, bakarameistari á Akranesi, hafi lík-
lega staðið honum næst.
Miðvikudaginn 11. apríl 1979 kviknaði í bakaríinu út frá raf-
magni. Skemmdir urðu geysimiklar, nær allar vélar eyðilögð-
ust, svo og borð og áhöld. Reykur olli líka miklum skemmd-
um bæði niðri og einnig í íbúð. Strax var hafist handa við end-
urbyggingu, pantaðar nýjar vélar o.s.frv. En þá skall ný ógæfa
yfir, farmannaverkfall sem stóð í nær tvo mánuði. Allar vélar
voru keyptar erlendis frá. Um miðjan júlí vantaði enn flestar
vélar, en tækjakostur hafði verið endurnýjaður að stórum hluta
fyrir brunann. Rekstur bakarísins lá að sjálfsögðu niðri þessa
mánuði og var það þungt áfall fyrir Guðjón, þó aldrei hvarflaði
að honum að leggja árar í bát. Uppgjöf var hvorki í skapgerð
Guðjóns né Ólínu. Eignirnar höfðu verið tryggðar en langt
undir verðmætum, að því er best verður séð. Þá var Guðjón
ekki með rekstrarstöðvunartryggingu, eins og nú er orðið al-
gengt. Bakaríshjónin tóku þessu þó öllu með stillingu, stað-
ráðin í að byggja fyrirtækið upp að nýju.
Bakarofninn komst í samband 29- júlí og voru nokkur brauð
bökuð til reynslu. Nokkrum dögum síðar, eða 4. ágúst 1979
opnaði Guðjón bakaríið að nýju og stóð þá á sjötugu.
Það var hins vegar ljóst að Elli kerling var farin að segja til
sín. 22. júní 1981 færir Kári Jónsson eftirfarandi í minnisbók
sína:
Ég hjálpaði Guðjóni ofurlítið í dag. Hann kemst ekki
yfir þetta einn; er örþreyttur. Það safnast fyrir alls konar
pappír, sem hann gefur sér ekki tíma til að flokka."’
3 Úr óbirtum minnisbókum Kára Jónssonar. Faðir minn hélt minnisbækur frá
nóvember 1975 til loka árs 1986. Bækurnar eru í minni vörslu.
15