Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
Þreytan virðist hins vegar ekki hafa latt Guðjón, heldur sinnti
hann vinnu eins og áður. I september er svo komið að hann
fellst loks á að læknir megi skoða hann. Ráðleggingin var hvíld
og nægur svefn, nokkuð sem bakarameistarinn hafði yfirleitt ekki
hugleitt. Það var raunar með ólíkindum hvað hann stóð vakt-
ina af mikilli þrautseigju, svaf eins og fugl ef á þurfti að halda.
Þegar kom fram á árið 1983 fór Guðjón fyrst alvarlega að
íhuga að draga sig í hlé. Gunnar sonur hans, sem hafði starfað í
bakaríinu frá unga aldri og orðið meistari í iðngreininni, hafði
þá flust búferlum með fjölskyldu sinni til Danmerkur. Guðjón
gat hins vegar litið stoltur yfír farinn veg í bakstrinum. En í
áðurnefndu viðtali við Feyki minntist Guðjón þó gamalla tíma
í lítilli brauðgerð með nokkrum söknuði:
Vinnuaðstaðan þar var auðvitað ömurleg, þegar maður
ber saman við nútímann. Það var bakað í kolaofni sem í
komust fimm plötur og vegna þess hve kolin vom óhemju
dýr urðum við að byrja um miðja nótt að vinna, um
klukkan fjögur, og halda áfram svo lengi sem hitinn ent-
ist í ofninum, oftast fram að miðnætti. Þarna var engin
vél, allt varð að vinna í höndunum, en þrátt fyrir þetta
var aldrei leiðinlegt. Feykir, 2. febníar 1983
Ekki bara brauð
Líf Guðjóns snerist ekki eingöngu um bakstur — langt því frá.
Hann hafði ekki verið margar vikur á Sauðárkróki er hann hóf
afskipti af félagsmálum og var allt í öllu þegar fram liðu
stundir.
Guðjón var nokkuð góður söngmaður, en mikið tónlistarlíf
var alla tíð í bakaríinu. Arið 1935 tók hann meðal annars þátt í
að stofna Karlakór Sauðárkróks en kórinn var sagður „skilgetið
afkvæmi" Lúðrasveitar Sauðárkróks og Eyþórs Stefánssonar. Þar
söng Guðjón 1. bassa. Kirkjukór Sauðárkróks var ekki form-
16