Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 19
AF GUÐJÓNI SIGURÐSSYNI BAKARAMEISTARA
lega stofnaður fyrr en 1942 og söng Guðjón þar einnig um ára-
bil.
En hafi söngur legið fyrir Guðjóni, en ég minnist þess ekki
að hafa heyrt bakarameistarann syngja, var leiklistin honum í
blóð borin. I janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks endurreist
undir forystu Eyþórs Stefánssonar og ári síðar tók Guðjón sæti
í stjórninni en Jóhanna Blöndal varð formaður. Fyrstu ár hins
endurreista félags gengu á stundum brösuglega, annir miklar
og stundum veikindi. Þó voru færð á svið mörg stórverk s.s.
Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson og Fjalla-Eyvindur Jóhanns
Sigurjónssonar.
Guðjón stóð fyrst á leiksviði 1927, líklega fyrir orð Snæ-
bjarnar bakara sem þótti ágætur leikari. Guðjón var vinsæll
leikari enda í góðum samvistum við leiklistargyðjuna, ekki síst
í gamanhlutverkum. Guðjón mun hafa erft kímnina frá föður
sínum, en Sigurður er sagður hafa verið „hinn skemmtilegasti
maður í allri umgengni, léttlyndur og gæddur ríkri kímnigáfu,
græskulausri þó“. Og svipbrigði hans á sviði gátu verið með
ólíkindum. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir þeim fjölda
hlutverka sem Guðjón fór með á leikferli sínum, en óhætt er að
fullyrða að vænst hafi honum þótt um Jón í Gullna hliðinu eftir
Davíð Stefánsson, enda voru þeir í mörgu líkir. Báðir fullir
kímni og snöggir til svara. Og ótalin eru þau hlutverk sem
hann brá sér í fyrir ýmis félög í revíum, kabarettum og alls
konar skemmtunum í Sæluviku.
Leikfélag Sauðárkróks setti Gullna hliðið upp leikárið 1947-
1948 til að minnast 60 ára afmælis leiklistar á Sauðárkróki.
Eyþór Stefánsson og Valgard Blöndal voru leikstjórar en Guð-
jón Sigurðsson var í hlutverki Jóns og Guðrún Pálsdóttir var
kerlingin, kona Jóns. Þótti sýningin í alla staði hin glæsileg-
asta og var ákveðið að leikfélagið færi til Siglufjarðar. Þar vakti
uppsetningin mikla athygli og hrifningu, en alls voru sýning-
arnar sjö og yfirleitt fyrir fullu húsi. Islendingur endurbirti 14.
apríl 1948 frásögn úr einu Siglufjarðarblaðinu, „þar sem hér er
17